Upplýsingar um ýmis atriði
BFSÍ gefur út útprentaðar Íslandsmetaviðurkenningar. Einstaklingar sem hafa slegið met geta óskað eftir þeim með því að hafa samband við starfsfólk BFSÍ.
Afhverju eru sum met merkt „U18BFSÍ“ og önnur met merkt sem „U18WA“?
WA met fara eftir reglum World Archery um fjarlægðir og skífustærðir t.d. „U21WA“.
BFSÍ met fara eftir reglum Bogfimisambands Íslands (og/eða oft eftir reglum WAN – Norðurlandasambandsins) um fjarlægðir og skífustærðir t.d. „U21BFSÍ“.
Tvær útgáfur eru til þar sem að reglur WA, BFSÍ og WAN (World Archery Nordic) krossast stundum.
Til dæmis þá er U16 flokkur á NM ungmenna, en enginn U16 flokkur til í reglum WA. En WA var nýlega bætt við U15 flokki hjá sér.
BFSÍ og WAN gefa met fyrir langboga í markbogfimi, WA skilgreinir ekki langboga í reglum fyrir markbogfimi og veitir því engin met fyrir langboga (sama átti við um berboga til ársins 2021 þegar WA bætti berboga við í fyrsta sinn markbogfimi reglur sínar, og þar með heims- og Evrópumetum fyrir berboga).
Því geta komið tilfelli þar sem að bæði er mögulegt að slá U18 eftir BFSÍ/WAN reglum og WA reglum, en þau met eru á sitt hvorri fjarlægðinni, skífustærðinni eða aldursflokknum.
Það er auðvelt að greina þau í sundur þar sem að það stendur fjarlægðin, skífustærðin og fjöldi örva í Íslandsmetaskránni og það met heitir „U18BFSÍ“ eða „U18WA“
Kyn tengt metum fer eftir kynskráningu viðkomandi í þjóðskrá. Veitt eru met fyrir allar þrjár kynjaskráningar. Karla, Kvenna og Kynsegin/annað (M, W, X)
Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að tilkynna metin í gegnum tilkynningar formið er meðal annars þar sem að mögulegt er að slá Íslandsmet á öllum heimsmetahæfum og Evrópumetahæfum mótum í heiminum (slík mót fara eftir reglum WA). Mörg þúsund slík mót eru haldin á hverju ári um allan heim. Það væri ómögulegt fyrir BFSÍ að fylgjast með öllum mótum í heiminum. Margir Íslendingar búa og/eða eru í skóla erlendis og keppa reglubundið á erlendum mótum á þeim löndum. Því er auðveldast, sanngjarnast og minnstar líkur á misttökum ef að keppendur þekkji metin í sinni grein og tilkynni met sjálfir ef þeir slá þau.
Ástæðan fyrir því að það þarf að tilkynna met innan ákveðins frests er til þess að koma í veg fyrir ósamræmi og svo að það sé mögulegt að staðfesta met yfirhöfuð á rökréttan veg. Tilgangur frestsins er m.a. að mögulegt sé að segja með vissu „Já þetta er Íslandsmet og ekkert sem gerðist í fortíðinni getur breytt því“. Ef það væri enginn frestur væri aldrei hægt að staðfesta eða viðurkenna Íslandsmet, af því að það gæti alltaf verið einhver einhvertíma (jafnvel í fornöld) sem var mögulega með hærra skor, sem myndi þá ógilda núverandi tilkynnt óstaðfest met.
Ferlið af því hvernig Íslandsmet eru staðfest er tekið frá World Archery. Bæði tilkynningar og tilkynningarfrestur er í samræmi við hvernig alþjóðabogfimisambandið vinnur heimsmet, Evrópskabogfimisambandið vinnur Evrópumet og flest öll landssambönd í bogfimi vinna með landsmet innan sinna raða í bogfimi.
Starfsfólk BFSÍ ef það tekur eftir því að met hefur verið slegið, og mögulega hafi gleymst að tilkynna það, þá gerir BFSÍ staffið sitt best að láta viðkomandi aðila/félag vita. En ábyrgðin á því að tilkynna metin liggja á endanum alltaf hjá íþróttafólkinu/íþróttafélaginu og það er ekki skylda að tilkynna met. En þau met sem eru tilkynnt eru
Annars ætti Íslandsmetaskráin að útskýra sig meira og minna sjálf.
Ef spurningar vakna um Íslandsmetaskrá ekki hika við að senda línu á BFSÍ bogfimi(at)bogfimi.is og spyrja 😊