Íslandsmeistarar félagsliða í meistaraflokki

Íslandsmeistarar félagsliða. Heildarniðurstöður (Medal standings/table):

Innandyra
2020 Iceland (fyrir tíma félagsliðakeppni)
2021 BF Boginn Kópavogur
2022 BF Boginn Kópavogur
2023 BF Boginn Kópavogur
2024 BF Boginn Kópavogur
2025

Utandyra
2020 ÍF Akur Akureyri
2021 BF Boginn Kópavogur
2022 ÍF Akur Akureyri
2023 BF Boginn Kópavogur
2024 BF Boginn Kópavogur
2025

Íslandsmeistarar félagsliða í keppnisgreinum:

Sveigbogi innandyra
2024 BF Boginn Kópavogur – Marín/Valgerður/Ragnar
2025

Sveigbogi utandyra
2024 BF Boginn Kópavogur – Marín/Valgerður/Ragnar
2025

Trissubogi innandyra
2024 BF Boginn Kópavogur – Freyja/Ewa/Ragnar
2025

Trissubogi utandyra
2024 BF Hrói Höttur Hafnarfjörður – Þorsteinn/Erla/Kaewmungkorn
2025

Berbogi innandyra
2024 BF Boginn Kópavogur – Baldur/Sölvi/Sveinn
2025

Berbogi utandyra
2024 BF Boginn Kópavogur – Gummi/Heba/Baldur
2025

Saga félagsliðakeppni í bogfimi á Íslandi:

Þar sem keppt er í mörgum keppnisgreinum/íþróttagreinum er talað um að ákveðið land hafi unnið t.d. ÓL/HM/EM, þá er verið að tala um „Medal standings/table“, þ.e. heildarfjölda gull verðlauna sem viðkomandi land vann til samtals í öllum keppnisgreinum/íþróttagreinum á viðkomandi móti. Því er einnig haldin listi yfir slíkt á ÍM í meistaraflokki. Byrjað var með félagsliðakeppni og að skrá keppendur fyrir félög um mitt ár 2020, fyrir þann tíma voru allir keppendur óháð félagi skráðir fyrir  „Iceland“ og því engin „medal standings/table“ fyrir félög til þess að vísa í.

Form á félagsliðakeppni í keppnisgreinum á Íslandi var í þróun og tilraunaferli í um áratug til að aðlagast sem best Íslenskum aðstæðum. Því ferli lauk í raun með reglubreytingum sem tóku gildi áramótin 2023/2024 og því haldinn listi hér á síðunni af Íslandsmeisturum í félagsliðakeppni frá og með árinu 2024. Mögulegt er að fletta upp Íslandsmeisturum úr eldri Íslandmótum í niðurstöðum þeirra á ianseo.net.

Um þróun félagsliðakeppni í keppnisgreinum á Íslandi frá 2014-2024:

  • Til ársins 2020 var engin félagsliðakeppni og keppendum á ÍM var raðað í blönduð lið óháð félagi eða landi (þegar að erlendir aðilar tóku þátt í landsmótum).
  • Því var svo breytt seinni part 2020 í sama fyrirkomulag og heimssambandið notar fyrir keppni landsliða (þriggja manna lið í hverri keppnisgrein í öllum aldursflokkum í karla og kvenna og blandað lið (mixed team) utandyra).
  • 2021 var blönduðu liði innandyra svo bætt við til að samræmi væri í keppnisgreinum utandyra og innandyra (þó að slíkt sé ekki hjá WA) Á þeim tíma voru samtals 9 titlar í boði fyrir félagsliðakeppni á hverju Íslandsmeistaramóti (Lið í 3 keppnisgreinum í 2 kynjum og blandað lið í 3 keppnisgreinum)
  • Þar sem að minni félög á Íslandi náðu sjaldan að skipa fullu 3 manna liði, sérstaklega í U og + flokkum (öldunga og ungmenna) í hverri keppnisgrein, var lítil samkeppni í félagsliðakeppni. Því var 2021 félagsliðakeppni í U og + flokkum breytt í 2 manna lið til að búa til meiri samkeppni og tækifæri fyrir minni aðildarfélög að skipa liðum. (slíkt hefur t.d. tíðkast hjá heimssambandinu á University championships og Ólympíuleikum ungmenna og því gott fordæmi alþjóðlega til staðar fyrir 2 manna liðakeppni í ungmenna flokkum)
  • 2022 var íhugað að sameina félagslið í einn keppanda úr hverri keppnisgrein, svipað og gert er á HM/EM í víðavangsbogfimi og 3D bogfimi, en þar sem að aðildarfélög sérhæfa sig almennt í ákveðnum keppnisgreinum myndi það fækka fjölda liða töluvert og minnka samkeppni. Ásamt því að flækjustig eykst með viðbót keppnisgreina í framtíðinni (sem er reyndin hjá WA núna í field og 3D, tengt langboga og hefðbundnum bogum)
  • 2023 var staðan góð en minni aðildarfélög BFSÍ áttu samt erfitt með að skipa liðum, ásamt því að finna þurfti lausn fyrir þátttakendur með þriðju kynskráningu í þjóðskrá (kynsegin/annað) sem bætt var við í landslög 2021. Því var félagsliðakeppni breytt í kynlausa keppni og hætt með blandaða liðakeppni (mixed team). En haldið áfram með 2 manna lið í U og + flokkum, en þá nú óháð kyni. Það einfaldaði liðakeppni til muna og fækkaði félagsliðatitlum sem jók samkeppni, þar sem að þá er aðeins veittur einn Íslandsmeistaratitill í félagsliðakeppni í hverri keppnisgrein og aldursflokki. Það hámarkar einnig líkur á því að minni aðildarfélög nái að skipa liði, einfaldar skipulag ÍM sem styttir mótin og tryggir að allir geti tekið þátt óháð kyni og framtíðar þróunum á kynjaskilgreiningum.

Endanlega fyrirkomulagið er 3 manna félagsliðakeppni í hverri keppnisgrein og aldursflokki í meistaraflokki óháð kyni, en hvert félag getur skipað fleiri en einu liði í hverri keppnisgrein, svipað og er á NM ungmenna, Bundesliga í Þýskalandi (félagsliðakeppni) o.fl.:

  • Sveigbogi meistaraflokkur (3 manna lið óháð kyni)
  • Trissubogi meistaraflokkur (3 manna lið óháð kyni)
  • Berbogi meistaraflokkur (3 manna lið óháð kyni)
  • Langboga/hefðbundnir meistaraflokkur (3 manna lið óháð keppni)

Í aldursflokkum ungmenna og öldunga er liðakeppni eins og í meistaraflokki, nema 2 manna lið í stað 3 manna lið.

Langboga og hefðbundnum bogum (Longbow&Traditional) var bætt við sem formlegri keppnisgrein árið 2024 í markbogfimi af BFSÍ. Þær keppnisgreinar eru bara í reglum WA fyrir víðavangsbogfimi og 3D bogfimi.

Eina annað sem væri mögulegt að gera væri að breyta í félagsliðakeppni væri að breyta meistaraflokki í 2 manna lið. En þar sem að allur aldur getur tekið þátt í félagsliðakeppni í meistaraflokki og þátttaka/samkeppni hefur verið þokkalega góð í meistaraflokki þá er ekki verið að stefna á slíka breytingu að svo stöddu. Einnig er ekki mikill áhugi sem stendur meðal íþróttafólks að breyta í 2 manna lið í meistaraflokki og mikilvægt er fyrir ákveðin félög gagnvart styrkjum að liðakeppni haldi sínu 3 manna formi (t.d. Hafnarfjörður). En ef að World Archery breytir úr 3 í 2 manna liðakeppni mun BFSÍ líklegast fylgja þeirri breytingu. (Sú breyting hefur veirð til umræðu sem möguleiki tengt því að bæta við trissuboga á Ólympíuleika í framtíðinni). En í raun er búið að einfalda og sameina eins mikið og mögulegt er í félagsliðakeppni í hverri keppnisgrein til að gera samkeppni sem mesta um titlana.