Landsliðshópur BFSÍ 2023

A landsliðshópur karla
  • Albert Ólafsson – BF Boginn
  • Alfreð Birgisson – ÍF Akur
  • Dagur Örn Fannarsson – BF Boginn
  • Gummi Guðjónsson – BF Boginn
  • Haraldur Gústafsson – Skaust
  • Nói Barkarson – BF Boginn
  • Oliver Ormar Ingvarsson – BF Boginn
  • Varamenn
  • Ragnar Þór Hafsteinsson – BF Boginn
A landsliðshópur kvenna
  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur
  • Astrid Daxböck – BF Boginn
  • Ewa Ploszaj – BF Boginn
  • Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur
  • Guðný Gréta Eyþórsdóttir – Skaust
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn
  • Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – BF Boginn
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn
  • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur

Kröfur fyrir landsliðshóp

Til þess að komast í landsliðshóp þurfti keppandi að ná viðeigandi viðmiðum hér fyrir neðan í mótum BFSÍ á tímabilinu 1 október til 30 september. Viðmiðin miðast við meðaltal lægstu 15% keppenda á síðustu þremur viðeigandi EM. Keppendur þurfa einnig að vera mjög virkir þátttakendur í mótum BFSÍ og virða siðareglur og hegðunarviðmið ÍSÍ/BFSÍ. Íþróttastjóri velur þá í hópinn sem hafa náð kröfum og hafa lýst yfir áhuga til hans að taka þátt í landsliðsverkefnum næsta árs. Íþróttastjóra er heimilt að velja keppendur í landsliðshóp sem hafa ekki náð viðmiðum s.s. til þess að fylla í lið og slíkt. Fyrir íþróttagreinar/flokka sem eru ekki skilgreind viðmið fyrir ræður íþróttastjóri flokkun og viðmiðum þeirra fyrir landsliðshóp (s.s. berboga, víðavangsbogfimi og slíkt)

Hvað er landsliðshópur

Í stuttu máli er landsliðshópur æfingahópur þeirra einstaklinga sem hafa náð viðmiðum (eða hafa verið valdir af íþróttastjóra s.s. að fylla í lið) og hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í áherslu landsliðsverkefnum BFSÍ fyrir 31 október árið áður (2022 eru áherslu landsliðsverkefni BFSÍ t.d. EM inni og úti í opnum flokki og ungmenna). Íþróttastjóri velur endanlega íþróttafólk úr landsliðshópi í landsliðsverkefni ársins.

Mánaðarleg staða íþróttafólks.

Einu sinni í mánuði þarf íþróttafólk sem skilgreint er í hópa BFSÍ að skila inn stöðu. Það sem skila þarf inn er m.a.:

  • Fjöldi örva sem skotið var í mánuðinum (gott að nota örva teljara)
  • Fjöldi æfinga í mánuðinum (t.d. ef þú æfir 2 á dag 30 daga í mánuði væru það 60 æfingar)
  • Skor tekið í Artemis lite og skill level fyrir skorið

Þessir mælikvarðar eru fyrir BFSÍ til þess að fylgjast með virkni/stöðu íþróttafólksins og halda utan um tölfræði. Þeir sem eru orðnir óvirkir og/eða skila ekki inn neinum upplýsingum um stöðu sína mánaðarlega (án ástæðu) er leyfilegt fjarlægja úr viðeigandi hópi.

Skilgreining á Landsliði

Landslið eru þeir keppendur sem valdir eru til þátttöku í landsliðsverkefnum. Íþróttastjóri velur þátttakendur í A/B landsliðsverkefni.

  • A landslið væru þátttakendur í A landsliðsverkefnum (s.s. HM/EM)
  • B landslið væru þátttakendur í B landsliðsverkefnum (s.s. HM/EM ungmenna, heims-/Evrópubikarmótum)
  • C landsliðsverkefni með ótakmörkuðum þátttökukvóta (s.s. NUM og Veronicas Cup) eru opin öllum hlutgengum félagsmönnum aðildarfélaga og skráning í þau verkefni fer fram í gegnum aðildarfélögin (s.s. NUM, Veronicas Cup og IWS)

Í ákveðnum A landsliðsverkefnum er keppt bæði í opnum flokki (A) og ungmenna (B), einstaklingar í ungmennalandsliðum (B) teljast einnig sem varamenn í A landslið í þeim verkefnum.

Landsliðsfyrirliðar – Verkefni til prufu 2022