Innandyra Markbogfimi

Lýsing á markbogfimi innandyra á síðu heimssambandsins

Markbogfimi innandyra C landsliðsverkefni með ótakmörkuðum þátttökukvóta (t.d. Indoor World Series):

  • Öllu hlutgengu íþróttafólki sem mæta kröfum viðburðarins er heimil þátttaka í þeim verkefnum.
  • Skráning í slík landsliðsverkefni fer fram í gegnum aðildarfélög BFSÍ eða beint hjá mótshöldurum eftir því hvaða verkefni um ræðir.
  • Aðildarfélög skulu útvega þjálfara/liðsstjóra/fararstjóra eftir því sem við á fyrir sitt íþróttafólk í slík landsliðsverkefni.

Íþróttafólk (eða aðildarfélag íþróttafólksins) í slíkum landsliðsverkefnum bera sjálfir allan kostnað af þátttöku í slíkum landsliðsverkefnum (self funded), en skulu skila inn greiðslukvittunum fyrir kostnaði ferðarinnar til BFSÍ, svo að mögulegt sé að halda utan um kostnað slíkra verkefna.

Ef frekari upplýsinga, skýringar eða aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband við íþróttastjóra BFSÍ gummi@bogfimi.is.

Markbogfimi innandyra A/B landsliðsverkefni:

Innandyra landslið eru þeir íþróttamenn sem áætlaðir eru til keppni í A og/eða B landsliðsverkefnum í markbogfimi innandyra fyrir hönd BFSÍ og/eða eru valdir varamenn í slíkum verkefnum. Íþróttastjóri getur skipt landsliðinu niður frekar t.d. í hópa eftir keppnisgreinum.

Val íþróttafólks í A/B landsliðsverkefni innandyra:

Íþróttastjóri BFSÍ ræður vali íþróttafólks í landsliðsverkefni í samræmi við afrekstefnu BFSÍ. Við valið horfir íþróttastjóri til eftirfarandi þátta:

Til þess að vera valinn þarf íþróttamaður að hafa sýnt með atferli og hegðun að hann hafi verið, sé og verði fyrirmyndar fulltrúi fyrir hönd BFSÍ og geti unnið með öðrum þátttakendum í verkefnum BFSÍ. Íþróttamenn þurfa að vera mjög virkir í þátttöku í þeim mótum sem standa þeim til boða. Íþróttamenn þurfa að gefa kost á sér til þátttöku í landsliðsverkefni með því að tilkynna íþróttastjóra um sinn áhuga á þátttöku í A/B landsliðsverkefnum BFSÍ innandyra fyrir lok tímabilsins. Íþróttamenn þurfa einnig að mæta kröfum um hlutgengi í reglugerð BFSÍ um erlend mót.

Tímabil til þess að ná getustigs viðmiðum og gefa kost á sér er 1 október til 30 september árið áður. 

Við lok tímabilsins velur íþróttastjóri BFSÍ í landsliðsverkefni næsta árs innandyra úr þeim sem hafa gefið kost á sér, gerir fjárhagsáætlun fyrir komandi ár m.v. þátttöku áætlun, lýkur öðrum gögnum sem þarf s.s. vegna skýrsluskila, lýkur drögum að umsóknum í Afrekssjóð ÍSÍ og annað sem BFSÍ mun sækja um styrki til þess að standa undir hluta af kostnaði afreksstarfi næsta árs. Íþróttastjóri leggur þá áætlun og gögn fyrir stjórn BFSÍ til yfirferðar og samþykktar, helst fyrir lok október, en þó aldrei síðar en viku fyrir umsóknarfresti í viðkomandi sjóði.

Íþróttastjóri skiptir íþróttamönnum sem gefa kost á sér innan frestsins í þrjá flokka:

  • A flokkur: Viðmið samsvarar meðaltali efstu 50% keppenda á EM.
  • B flokkur: Viðmið samsvarar meðaltali allra keppenda á EM.
  • C flokkur: Eru aðrir sem íþróttastjóri BFSÍ velur (t.d. til að fylla í lið) sem hafa ekki náð getustigsviðmiðum A eða B.

Æskilegt er að íþróttamaður hafi náð getustigs viðmiðum a.m.k. tvisvar á tímabilinu á Íslandsmetahæfum mótum.

Innandyra skor A flokkur B flokkur
Sveigbogi KK (RM) 584 571
Sveigbogi KVK (RW) 578 568
Trissubogi KK (CM) 592 586
Trissubogi KVK (CW) 585 579
Berbogi KK (BM)* 534* 503*
Berbogi KVK (BW)* 521* 480*
     
Innandyra skor U21 A flokkur B flokkur
Sveigbogi KK (RU21M) 579 568
Sveigbogi KVK (RU21W) 570 558
Trissubogi KK (CU21M) 588 579
Trissubogi KVK (CU21W) 580 575
Berbogi KK (BU21M)* 521* 480*
Berbogi KVK (BU21W)* 482* 431*

Meðal skor á síðustu þremur EM innandyra
* Þar sem berbogi er ný keppnisgrein á EM innandyra frá árinu 2021 eru ekki nægileg gögn til staðar að skapa áreiðanleg getustigs viðmið til flokkunar berboga flokka að svo stöddu. Íþróttastjóri ræður endanlegri flokkun í berboga. 

Í grunninn í mjög stuttu máli hafa þeir íþróttamenn forgang í vali íþróttastjóra í landsliðsverkefni sem:

  • Mæta almennum hlutgengis og val viðmiðum
  • Gefa kost á sér fyrir fresti
  • Ná viðmiðum fyrir hærri getustigs flokkun

Ef margir íþróttamenn gefa kost á sér í sama landsliðsverkefni sem hafa náð sama getustigs viðmiði ákvarðar íþróttastjóri endanlega val milli þeirra (t.d. ef fjórir íþróttamenn sem ná A viðmiðum gefa kost á sér en aðeins er þátttökukvóti fyrir þrjá í undankeppni mótsins)

Val ferlið er sett upp á einfaldan veg þar sem afreksfólk á hærra getustigi m.v. alþjóðlegt getustig, sem fer eftir og nær viðmiðum, geti með mikilli vissu áætlað að þeir verði valdir í landsliðsverkefni, sem þeir hafa áhuga á því að taka þátt í, langt fram í tímann. Sem auðveldar því afreksfólki langtíma skipulag s.s. perónulega þátttöku-, æfinga- og fjárhagsáætlun. En á sama tíma gefur val ferlið íþróttastjóra svigrúm til þess að aðlaga þátttöku skipulag, fylla í lið, byggja upp keppnisreynslu efnilegra íþróttamanna o.fl. til þess að ná megin markmiði síns starfs, sem er að ná afreks markmiðum BFSÍ í afreksstefnu BFSÍ.

Áætluð áherslu A/B landsliðsverkefni BFSÍ í markbogfimi innandyra:

2024

  • Evrópumeistaramót innandyra (Meistara flokkur) (A)
  • Evrópumeistaramót U21 innandyra (B)

2025

  • Evrópumeistaramót innandyra (Meistara flokkur) (A)
  • Evrópumeistaramót U21 innandyra (B)

2026

  • Evrópumeistaramót innandyra (Meistara flokkur) (A)
  • Evrópumeistaramót U21 innandyra (B)

Áhersla BFSÍ í innandyra markbogfimi er almennt mest á liðakeppni. Því er almennt þátttökukostnaður allra íþróttamanna í landsliðum innandyra niðurgreiddur til jafns að mestu óháð getustigs flokkun ákveðinni íþróttamanna í liðinu. BFSÍ áætlar að niðurgreiða eins mikið og mögulegt er hverju sinni. En þátttakendur geta gert ráð fyrir því að þurfa að greiða um 70% af kostnaði áherslu landsliðsverkefna innandyra.

Þegar boðspakki viðkomandi móts kemur út gefur íþróttastjóri þeim sem eru valdir í það landsliðsverkefni kostnaðaráætlun fyrir þátttökunni. Íþróttamenn þurfa þá að greiða hluta af þeim kostnaði til að staðfesta sína þátttöku í landsliðsverkefninu. Ef íþróttamaður hefur ekki greitt fyrir þátttöku sína í landsliðsverkefni fyrir fresti, sem íþróttastjóri ákvarðar fyrir hvert verkefni fyrir sig, þá getur íþróttastjóri valið annan íþróttamann í stað þess sem greiddi ekki tímanlega.

Kostnaður við EM innandyra (ungmenna og fullorðinna) hefur almennt verið milli 330-400 þúsund krónur, en fer eftir hvar í Evrópu þau eru haldin.

Upplýsingar á síðunni geta breyst án fyrirvara vegna breytinga sem gætu komið til t.d. vegna breyttra reglna World Archery/World Archery Europe, vegna lægri eða hærri styrkveitinga úr Afrekssjóði ÍSÍ, breytingar á reglum BFSÍ, o.s.frv..