Valið er í hæfileikamótun BFSÍ úr meðmælum aðildarfélaga BFSÍ.
Tilgangur hæfileikamótunar er að lyfta keppendum á hærra stig og fylla í stöður í ungmennalandsliði BFSÍ.
Einstaklingar í hæfileikamótun BFSÍ 2021
- Daníel Hvidbro Baldursson – SKAUST
- Nóam Óli Stefánsson – BF Hrói Höttur
- Daníel Már Ægisson – BF Boginn
- Sara Sigurðardóttir – BF Boginn
- Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn
- Melissa Tanja Pampoulie – BF Boginn
- Pétur Már M Birgisson – BF Boginn
- Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn
- Halla Sól Þorbjörnsdóttir – BF Boginn
Viðmið fyrir hæfileikamótun BFSÍ.
- Að íþróttamaður sé á aldrinum 13-20 ára
- Að íþróttamaður taki reglubundið þátt á mótum BFSÍ (s.s. Íslandsmótum ungmenna og ungmennadeild BFSÍ)
- Að íþróttamaður eigi allan sinn eigin búnað
- Að aðildarfélag mæli með íþróttamanninum fyrir 30 okt hvert ár
- Að íþróttamaður sé tilbúin til að skuldbinda sig að taka þátt í þeim verkefnum sem íþróttastjóri setur hópnum ásamt því að hlýða tilmælum íþróttastjóra um æfingaskipulag, búnaðar uppfærslur o.s.frv.
Hvað er gert í hæfileikamótun? Í stuttu máli er hæfileikamótun hópur hæfileikaríkra ungmenna sem er verið að þróa til þess að ná viðmiðum fyrir ungmennalandslið og fylla í stöður í ungmennalandsliði í framtíðinni.
- Æfingabúðir með ungmennalandsliði og landsliði
- Einkaþjálfun frá íþróttastjóra/þjálfara BFSÍ
- Ráðgjöf við búnaðarval/uppfærslur
- Afreksbúðir ÍSÍ
- Aðgengi að heilbrigðisteymi BFSÍ
- Einstaklingar í hæfileikamótun geta einnig verið valdir sem varamenn eða til uppfyllingar í liðakeppni í ungmenna B landsliðsverkefnum