Almennir skilmálar og upplýsingar hér fyrir neðan:

Æskilegt er að keppendur séu í félagsbúningum eða svipuðum bogfimifatnaði á mótum. Skylda er að vera í félagsbúningi í úrslitum móta sem er sjónvarpað. Klæðaburður á að vera snyrtilegur, ekki er leyfilegt að vera í felulitum (camo), opnum skóm (eins og sandölum), ermalausum bolum eða gallabuxum.

Með því að skrá þig til keppni samþykkirðu að fara eftir reglum BFSÍ og WA. Reglur heimssambandsins WA gilda nema annað sé tekið fram í skráningu.

Samkvæmt reglum WA er leyfilegt að keppa í fleiri en einum bogaflokki, en ekki má breyta skipulagi móts til að aðlaga mótið að þeim keppendum og ekki er leyfilegt að gefa auka tíma ef flokkar skarast á. Mótshaldarar gera sitt besta svo að bogaflokkar skarist ekki á. Ekki er leyfilegt að keppa í mörgum aldursflokkum á sama mótinu samkvæmt reglum WA.

Þátttökugjöld eru ekki endurgreidd eftir skráningarfrest nema slíkt sé skilgreint sérstaklega í skráningu.

Með því að skrá þig á mót BFSÍ samþykkirðu að fullu að fara eftir og virða hegðunarviðmið ÍSÍ

Click to access hegdunarvidmid.pdf

Með því að skrá þig á mótið ertu einnig að gefa leyfi fyrir því að teknar séu (og birtar) myndir og myndbönd af þér og leyfi til að halda utan um persónu upplýsingar um þig tengdar mótinu (til dæmis, nafn, kennitölu, skor, email, o.s.frv)

Iðkendur sem skrá sig eru skráðir fyrir hönd íþróttafélags á mótinu. Íþróttafélaginu er heimilt að meina einstaklingi þátttöku á mótinu fyrir hönd félagsins (til dæmis ef iðkandinn er ekki skráður í félagið eða er skuldugur við félagið). Ef um skuld við félagið er að ræða endurgreiðast endurgreiðanleg gjöld vegna þátttöku iðkandans til félagsins.

Þeir sem mæta ekki í verðlaunaafhendingu fá ekki verðlaun afhent ever. Ef þú kemst ekki í verðlaunaafhendingu af einhverjum orsökum láttu mótshaldara eða dómara vita fyrirfram (t.d. hver tekur við medalíuni fyrir þig).