Keppnisárið 2024:

Eftirfarandi íþróttafólk náði getustigsviðmiðum einstaklinga á tímabilinu fyrir keppnisárið 2024 í eftirfarandi keppnisgreinum/aldursflokkum og lýsti yfir áhuga á því að keppa í landsliðsverkefnum BFSÍ 2024

  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Trissubogi kvenna – Utandyra – Meistaraflokkur (B)
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Trissubogi kvenna – Utandyra – U21 (A)
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi kvenna – Utandyra – U18 (B)
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi kvenna – Utandyra – Meistaraflokkur (B)
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi kvenna – Utandyra – U21 (A)
  • Guðbjörg Reynisdóttir – Berbogi kvenna – Innandyra – Meistaraflokkur (B)*
  • Heba Róbertsdóttir – Berbogi kvenna – Innandyra – U21 (B)*

Aðrir íþróttamenn sem íþróttastjóri BFSÍ velur í landsliðsverkefni BFSÍ eru flokkaðir sem C.

  • A flokkur: Viðmið samsvarar meðaltali efstu 50% keppenda á EM.
  • B flokkur: Viðmið samsvarar meðaltali allra keppenda á EM.
  • C flokkur: Eru aðrir sem íþróttastjóri BFSÍ velur (t.d. til að fylla í lið) sem hafa ekki náð getustigsviðmiðum A eða B.

Þessi síða er í vinnslu…

Verið er að vinna í hvernig er best að framsetja gögnin.

Megin hugmyndin með þessari síðu er að byrja að halda sögulegar upplýsingar um það hverjir hafa náð A/B viðmiðum í gegnum tíðina.

Þeir einstaklingar eiga að sjálfsögðu að viðhalda því getustigi (skori) árlega til þess að haldast í A/B flokkun. En það má horfa til skora og alþjóðlega árangurs viðkomandi aðila síðustu 4 ár (í samræmi við Afreksstefnu BFSÍ).

Einnig er tekið tillit til þess að færri mót eru í boði fyrir Íslenska keppendur en t.d. keppendur í Evrópu sem geta ferðast milli landa auðveldlega til að keppa nánast hverja einustu helgi ársins. Því eru færri tækifæri fyrir Íslenska keppendur að ná A/B flokks viðmiðunum á hverju ári og því má horfa til þess að viðkomandi hafi náð þeim á síðustu 4 árum.

Mögulegt er að ná getustigsviðmiðum (skorum) í öllum heims- og Evrópumetahæfum mótum, sama hvar þau eru haldin í heiminum. Það liggur því á keppanda að sýna fram á að hann hafi náð viðmiðinu þegar að hann lýsir yfir áhuga á því að keppa í landsliðsliðsverkefni.

Síðast uppfært 13.08.2023