Aðrar íþróttagreinar: 3D-, Hlaupa- og Annað
Aðrar íþróttagreinar í bogfimi eru t.d. 3D bogfimi, hlaupabogfimi o.s.frv. þar sem haldin eru HM/EM eða heims-/Evrópubikarmótaraðir (semsagt aðrar íþróttir en Markbogfimi innandyra, Markbogfimi utandyra eða Víðavangsbogfimi).
Almennt er lítil ástundun og engin innlend mót í öðrum bogfimi íþróttagreinum en markbogfimi (innandyra og utandyra) og víðavangsbogfimi (miðað við stöðu 2022) og því fáar forsendur til þess að meta stöðu íþróttafólks í öðrum íþróttagreinum.
Íþróttastjóri ræður að fullu vali íþróttamanna í slík landsliðsverkefni, byggt á eigin mati, telji hann ástæðu til þess að senda íþróttamenn eða lið yfirhöfuð í slík verkefni. Íþróttafólk sem hefur áhuga á þátttöku í slíkum landsliðsverkefnum er bent á að hafa samband við Íþróttastjóra BFSÍ. Engir landsliðshópar eru fyrir slík landsliðsverkefni að svo stöddu.
Íþróttamenn sem Íþróttastjóri velur í slík verkefni þurfa að bera meirihluta eða allan kostnað af slíkri þátttöku þar sem þessar íþróttagreinar eru ekki áherslu íþróttagreinar hjá BFSÍ að svo stöddu í samræmi við það sem stendur í afreksstefnu BFSÍ. Þó að mögulegt geti verið að BFSÍ komi að littlum hluta að kostnaði HM/EM, en slíkt þarf að skoða hverju sinni.
Dæmi um slík landsliðsverkefni eru:
- HM/EM í 3D bogfimi
- Evrópubikarmót í Hlaupabogfimi
BFSÍ áætlar að þróa í framtíðinni mótahald í slíkum íþróttagreinum á Íslandi en núverandi áhersla er á markbogfimi (innandyra og utandyra) og þróun víðavangsbogfimi.
Ef frekari upplýsinga, skýringar eða aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband við íþróttastjóra BFSÍ gummi@bogfimi.is.
Upplýsingar á síðunni geta breyst án fyrirvara vegna breytinga sem gætu komið til t.d. vegna breyttra reglna World Archery/World Archery Europe, vegna lægri eða hærri styrkveitinga úr Afrekssjóði ÍSÍ, breytingar á reglum BFSÍ, o.s.frv..