Qualification fyrir Evrópuleika 2019 og Ólympíuleika 2020

Hér er hægt að finna skrá yfir hve mörg sæti eru í boði á European Games 2019 og hvernig er hægt að vinna sér in  þau sæti. (Hægt verður að vinna sér inn sæti í Trissuboga og Sveigboga sjá nánar í skjalinu.)

https://worldarchery.org/competition/18160/minsk-2019-european-games#/

Qualification system for EG 19 (2)

http://www.archeryeurope.org/index.php/news/714-european-games-minsk2019

EG Minsk 2019_Archery_Qualification System_V2_January 2018

Fyrir Ólympíuleikana 2020 er hægt að finna hvernig er hægt að vinna sér inn sæti hér fyrir neðan.

https://worldarchery.org/news/157475/olympic-qualification-procedure-tokyo-2020-released

Til upplýsinga um rétt á sæti. Sá keppandi sem vinnur sér inn sæti á Ólympíu-, Evrópu-, Heimsleika eða önnur slík mót í bogfimi á fyrsta réttinn á því að nota það sæti á mótið.

Ef sá keppandi getur ekki nýtt sér sætið af einhverjum sökum rennur það til þess keppanda sem var með hæsta skor í undankeppnum um sæti og svo framvegis þar til sætið er fyllt.

Ef enginn sem keppti í undankeppnum um sæti á mótin getur notfært sér sætið rennur það til þess sem var hæstur í undankeppni á Íslandsmóti utanhúss árið fyrir leikana sem sætið er fyrir og svo framvegis þar til sætið er fyllt.

Ef enn er ekki búið að fylla sætið tekur BFSÍ ákvörðun um hvernig skuli úthluta sætinu ef það er hægt.

Það sama gildir um bipartite/tripartite commision sæti (gefins sæti) á slíka leika þá er það sá sem er hæstur í undankeppnum um sæti á leikana sem á fyrsta réttinn til að notfæra sér slíkt sæti og svo framvegis.

Ef það þarf að sækja um sérstaklega fyrir ákveðinn keppanda í bipartite/tripartite commision þá er sótt um fyrir þann keppanda sem var með hæsta skorið í undankeppnum um sæti á mótið.

Ef bipartite/tripartite commission velur ákveðinn keppanda frá landinu þá á sá keppandi fyrsta réttinn á sætinu.