Bogfimisamband Íslands var stofnað 1 desember 2019. Bogfiminefnd ÍSÍ var stofnuð 1991. Fyrsta Íslandsmeistaramót utandyra á Íslandi var haldið árið 2012 og hald Íslandsmeistaramóta innandyra fyrir árið 2012 var óreglubundið og í báðum tilfellum að mestu haldin undir hatti Íþróttasambandi Fatlaðra. Íslandsmót voru einnig haldin oft byggt á handahófskenndum reglum og því oft ekki mögulegt að gera samanburð milli þeirra. Einnig voru engir iðkendur skráðir í bogfimi fyrir árið 2012 og þeir iðkendur sem stunduðu bogfimi voru að stunda „íþróttir fatlaðra“, sem er regnhlífar hugtak yfir allar íþróttir fatlaðra.
Niðurstöður nokkurra eldri Íslandsmeistaramóta sem haldin voru af Bogfiminefnd ÍSÍ eru að öllu glataðar, enda lítið um skipulagt starf eða þróun íþróttarinnar á þeim tíma. Fyrstu iðkendur í bogfimi hjá ÍSÍ eru skráðir árið 2012, 2011 og fyrr eru skráðir 0 iðkendur í bogfimi.
Þegar að BFSÍ tók við af Bogfiminefnd ÍSÍ var ákveðið að í stað þess að halda bara utan um Íslandsmeistara frá árinu 2020 (þegar að BFSÍ hélt sín fyrstu Íslandsmeistaramót) að það yrði gert eins langt aftur og áreiðanlegar sögulegar niðurstöður leyfðu, sem var aftur til ársins 2018 fyrir meistaraflokk. Byrjað var að nota alþjóðlega skorskráningarkerfið Ianseo á mótum á Íslandi árið 2016 og niðurstöður fyrstu Íslandsmeistaramóta voru birt í Ianseo 2017. Þegar farið var yfir niðurstöður fyrri Íslandsmeistaramóta fannst fyrsta villa í úrslitabirtingu Íslandsmóta í meistaraflokki árið 2017 og allar niðurstöður, skorblöð og allt annað fyrir Íslandsmeistaramót utandyra 2015/2016 á Sauðárkróki eru glataðar. Því er ekki mögulegt að rekja áreiðanlega niðurstöður Íslandsmeistaramóta lengra aftur í tímann en það. BFSÍ heldur einnig utan um alla Íslandsmeistaratitla í ungmenna og öldunga flokkum frá árinu 2020 eftir að BFSÍ tók við af Bogfiminefnd ÍSÍ. Einnig er ómögulegt að vita fyrir hvaða íþróttafélag viðkomandi íþróttamaður var að keppa fyrir hönd á Íslandsmeistaramótum fyrir árið 2018, þar sem ekki var haldið utan um þau gögn fyrir stofnun BFSÍ og allir skráðir sem keppendur fyrir „Ísland“.
Þegar að Bogfimisamband Íslands var stofnað 1 desember 2019 var hluti af starfsemi sambandsins að safna saman og varðveita sögulegar upplýsingar um íþróttina, en þó með áherslu að varðveita þau gögn sem yrðu til frá stofnun sambandsins.
Til þess að reyna að halda utan um eldri sögulegar niðurstöður er hér fyrir neðan óformlegur, ófullkominn, óáreiðanlegur og óformlegur listi af Íslandsmeisturum í meistaraflokki 2017 og fyrr, byggður á bestu vitund (að mestu frá Gumma) og einungis til gamans, vafalaust eru villur í listanum. En listinn nær ekki aftur fyrir 2011 þar sem að engir skráðir iðkendur voru í bogfimi hjá ÍSÍ fyrr en árið 2012. (Þeir iðkendur sem stunduðu íþróttina fyrir þann tíma væru iðkendur í íþróttum fatlaðra og falla því undir Íþróttasamband Fatlaðra)
ÍSLANDSMÓT UTANDYRA
Þessi síða er í vinnslu
Sveigbogi karla utandyra
2017 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍF Freyja
2016 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍF Freyja
2015 ? Líklega Gummi Guðjóns
2014 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍFR Fatlaðra
2013 Þorsteinn Hjaltason – ÍF Akur
2012 Guðmundur Smári Gunnarsson – UMF Eflingu (Fyrsta Íslandsmeistaramót utandyra var frekar óskipulagt og fór ekki eftir alþjóðareglum og erfitt að segja hver vann þar sem það var keppt oft í mismunandi viðburðum. En Guðmundur Smári og Guðmundur Örn unnu mismunandi hluta mótsins þannig að við vitum að einhver Guðmundur vann hehe)
Sveigbogi kvenna utandyra
2017 Astrid Daxböck – BF Boginn
2016 Astrid Daxböck – BF Boginn
2015 ? Astrid líklega
2014 Astrid Daxböck – BF Boginn
2013 Ólöf Gyða Risten Svansdóttir – BF Boginn
2012 Ester Finnsdóttir – ÍFR Fatlaðir (Ester var eina konan sem keppti á mótinu í heild sinni í öllum flokkum)
Trissubogi karla utandyra
2017 Guðjón Einarsson – BF Boginn
2016 Daníel Sigurðsson – BF Boginn
2015 ?
2014 Gummi Guðjónsson – BF Álfar
2013 Kristmann Einarsson – BF Boginn
2012 Kristmann Einarsson – ÍFR Fatlaðir (Kristmann vann alla viðburðina í trissuboga þannig að nokkuð öruggt að hann vann, best guess)
Trissubogi kvenna utandyra
2017 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2016 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2015 ? Líklega Helga Kolbrún
2014 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2013 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2012 Enginn keppti
Berbogi karla utandyra
2017 Daði Ragnarsson – BF Boginn
2016 Steinþór Guðjónsson – BF Boginn (Fyrsta ÍM með berboga)
Berbogi kvenna utandyra
2017 Inga Jóna Úlfarsdóttir – BF Boginn
2016 Enginn keppti (Fyrsta ÍM með berboga)
Langbogi karla utandyra
2015 Líklega enginn? (Eftir þetta ÍM var hætt með langboga og byrjað með berboga flokk)
2014 Guðjón Einarssson – BF Boginn
2013 Björn Halldórsson – ÍFR Fatlaðir
2012 Björn Halldórsson – ÍFR Fatlaðir
Langbogi kvenna utandyra
2015 Líklega enginn? (Eftir þetta ÍM var hætt með langboga og byrjað með berboga flokk)
2014 Margrét Einarsdóttir – BF Boginn
2013 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2012 Enginn keppti
ÍSLANDSMÓT INNANDYRA
Sveigbogi karla innandyra
2017 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍF Freyja
2016 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍF Freyja
2015 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍF Freyja
2014 Sigurjón Atli Sigurðsson – ÍFR Fatlaðir
2013 Guðmundur Smári Jónasson – UMF Efling
2012 Þorsteinn Björgvin Aðalsteinsson – UMF Efling
Sveigbogi kvenna innandyra
2017 Guðný Gréta Eyþórsdóttir – Skaust
2016 Sigríður Sigurðardóttir – ÍF Freyja
2015 Astrid Daxböck – BF Boginn
2014 Astrid Daxböck – BF Boginn
2013 Ólöf Gyða Risten Svansdóttir – BF Boginn
2012 Anna Sigríður Guðmundsdóttir – ÍFR Fatlaðir
Trissubogi karla innandyra
2017 Daníel Sigurðsson – BF Boginn
2016 Guðjón Einarsson – BF Boginn
2015 Daníel Sigurðsson – BF Boginn
2014 Kristmann Einarsson – BF Boginn
2013 Guðjón Einarsson – BF Boginn
2012 Kristmann Einarsson – ÍFR Fatlaðir
Trissubogi kvenna innandyra
2017 Margrét Einarsdóttir – ÍF Freyja
2016 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2015 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2014 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2013 Helga Kolbrún Magnúsdóttir – BF Boginn
2012 Enginn keppti
Berbogi karla innandyra
2017 Enginn keppti
2016 Björn Halldórsson – ÍFR Fatlaðir
Berbogi kvenna innandyra
2017 Enginn keppti
2016 Enginn keppti
Langbogi karla innandyra
2015 Daníel Sigurðsson – BF Boginn (Eftir þetta ÍM var hætt með langboga og byrjað með berboga flokk í staðin)
2014 Björn Halldórsson – ÍFR Fatlaðir
2013 Daði Ragnarsson – ÍFR Fatlaðir
2012 Björn Halldórsson – ÍFR Fatlaðir
Langbogi kvenna innandyra
2015 Margrét Einarsdóttir – BF Boginn (Eftir þetta ÍM var hætt með langboga og byrjað með berboga flokk í staðin)
2014 Margrét Einarsdóttir – BF Boginn
2013 Enginn keppti
2012 Hlín Pálsdóttir – VF Rimmugýgi
Eina Íslandsmótið fyrir árið 2012 sem skráð er að haldið hafi verið undir hatti Bogfiminefndar ÍSÍ var Íslandsmótið innandyra 2006. Þar kepptu samtals 8 keppendur, 6 karlar í sveigboga, 2 karlar í trissuboga og engin kona, allir úr sama félagi Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík – ÍFR. Jón M. Árnason vann trissuboga karla og Þorsteinn Snorrason vann sveigboga karla (eftir því sem best er vitað).
Umfang íþróttarinnar var mjög lítið fyrir árið 2012, og að mestu örfáir karlar innan eins íþróttafélags sem áttu sitt littla horn af íþróttinni og höfðu lítinn áhuga á því að breiða íþróttinni út til annarra. 2012 var opnuð sérhæfð bogfimi aðstaða í Kópavogi (Bogfimisetrið) og Bogfimifélagið Boginn var stofnað í Kópavogi, í báðum tilfellum var Gummi Guðjónsson í forsvari fyrir þeirri uppbyggingu, ásamt Guðjóni Einarssyni. Lárus Jón Guðmundsson í Hugall var stór stuðningsmaður þeirra og án Lárusar hefði verið mun erfiðara að útvega þann búnað sem þurfti til þess að koma þeim einingum af stað. Frá þeim tíma opnaðist íþrótt sem hafði verið að mest lokuð fyrir meirihluta Íslendinga og íþróttin óx gífurlega hratt í iðkendafjöldi, árangur jókst og þátttaka jókst verulega í íþróttinni og vex en þann dag í dag. Í raun er hægt að segja að skipulagt starf í bogfimiíþróttum hafi hafist 2012.
Ákveðnir aðilar innan ÍFR reyndu allt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir þá uppbyggingu íþróttarinnar t.d. með því að reyna að fá Bogfimisetrinu lokað, reyndu að meina Bogfimifélaginu Boganum aðild að ÍSÍ og reyndu svo að meina félaginu að keppa í íþróttinni, meina ákveðnum keppendum að keppa, ásamt fleiru. Allt sem þeir gátu til þess skemma fyrir eða koma í veg fyrir að fleiri aðilar gætu stundað íþróttina til að halda sínu littla horni. En það gekk sem betur fer ekki og í dag er íþróttin opin og aðgengileg öllum sem vilja stunda hana.
2012-2014 sátu aðeins aðilar úr ÍFR og einn úr ÍFA í Bogfiminefnd ÍSÍ. Því fékkst breytt 2014 þar sem var fjölgað í nefndinni. 2015 var búið að ná lágmarkskröfum til þess að geta stofnað sérsamband, en enginn annar en Gummi vildi taka að sér vinnuna við það og Gummi taldi umgjörðina ekki tilbúna til þess að mögulegt væri að stofna sérsamband. Það tók svo 4 ár að lagfæra bogfiminefnd ÍSÍ og tvær endurskipulagningar frá grunni á nefndinni, þar til að 2019 var loksins búið að stilla öllu upp svo að mögulegt væri að stofna sérsamband.
2015 í tengslum við þá vinnu að stofna sérsamband fyrir bogfimi fékk Bogfiminefnd ÍSÍ tilmæli frá ÍSÍ að allir iðkendur sem keppa á mótum í bogfimi innan vébanda Bogfiminefndar ÍSÍ þyrftu að vera skráðir sem iðkendur í bogfimi í samræmi við móta- og keppenda reglur ÍSÍ, sem hafði ekki verið farið eftir fyrir þann tíma. Á þeim tíma voru að eins 2 félög í sem voru ekki með bogfimideildir og skráða iðkendur í bogfimi, Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík ÍFR og Íþróttafélag Fatlaðra á Akureyri ÍFA (í dag ÍF Akur). Póstur var sendur á bæði félögin um að þau þyrftu aðeins að senda „já“ svar að þau vildu vera aðilar að Bogfiminefnd ÍSÍ og stofna bogfimideild í samræmi við ábendingar ÍSÍ, ÍFA svaraði jákvætt innan klukkutíma, ÍFR svaraði ekki og hafa neitað alla tíð síðan þá að vera aðili að Bogfiminefnd ÍSÍ og síðar að Bogfimisambandi Íslands BFSÍ þegar það var stofnað 1 desember 2019. ÍFR heldur fram en þann dag í dag við sína iðkendur og þá sem við þá tala að þeim sé meinað að taka þátt í íþróttinni af Gumma og hann sé illur einstaklingur sem mismunar félaginu og kemur í veg fyrir það. Þegar eina sem þeir þurfa að gera er að segja „já“ við ÍSÍ um að þeir vilji vera partur af íþróttinni. Svo djúpt virðist bitturðin hjá ákveðnum aðilum innan ÍFR liggja gegn einstaklingnum sem opnaði íþróttinna fyrir öllum þeim sem vilja stunda hana.
Þessi texti á í raun ekki heima á þessari síðu, þarf að finna betri stað fyrir sögu íþróttarinnar sjálfrar og hvernig Bogfimisamband Íslands varð til og hvernig vöxtur í íþrótt sem var algerlega stöðnuð frá 1974-2012 tók allt í einu af stað eins og raketa.