Stofnun Bogfimisambands Íslands – BFSÍ í bígerð

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) verður 1. desember 2019.

ÍSÍ hefur sent út fundarboð til íþróttafélaga og héraðssambanda sem eru undir bogfiminefnd ÍSÍ.

Í tilefni að því hefur merki á bogfimi.is verið uppfært í Bogfimisamband Íslands. Merkið er fengið frá heimssambandinu World Archery og er einnig þeirra merki.

Árið 2019 voru 10 íþróttafélög í 9 héraðssamböndum innan bogfiminefndar ÍSÍ og iðkendafjöldi að nálgast 700 í heild.

Áætlað er að fyrsta stjórn sambandsins muni samanstanda af:
Ólafur Gíslason – Formaður
Guðmundur Örn Guðjónsson- Varaformaður
Haraldur Gústafsson – Meðstjórnandi
Ásdís Lilja Hafþórsdóttir – Ritari
Albert Ólafsson – Gjaldkeri

Astrid Daxböck – Fyrsti varamaður
Alfreð Birgisson – Annar varamaður
Kelea Quinn – Þriðji varamaður

Hvert héraðssamband sem verður aðili að sambandinu getur sent einn kosningarbæran fulltrúa ásamt einum kosningarbærum fulltrúa frá hverju félagi sem verður aðili að sambandinu.

Ef aðrir áhugasamir vilja sitja stofnþingið sem áhorfendur er hægt að hafa samband við bogfimi@bogfimi.is.

Meginmál stofnþingsins er að staðfesta lög BFSÍ og stjórn BFSÍ. Að auki verður afreksstefna BFSÍ kynnt fundargestum.