Skráning á erlend mót 2020

Skráning á erlend mót á vegum bogfiminefndar 2020 er neðst á síðu.

Hægt er að finna almennar upplýsingar um mót á mótalista Archery.is, Worldarchery.org og Archeryeurope.org. Fyrir Íslendinga eru mest viðeigandi upplýsingar í mótalista Archery.is.

Hægt er að sjá reglur um erlend mót á https://bogfimi.is/log-og-reglur/. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og útskýringar úr þeim.

MUNIÐ AÐ SKRÁ EINNIG ÞJÁLFARA OG AÐRA EINSTAKLINGA SEM FARA SEM SÉR SKRÁNINGU.

AÐEINS ER TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGUM Á ERLEND MÓT Á VEGUM BOGFIMINEFNDAR ÍSÍ Í GEGNUM FORMIÐ HÉR FYRIR NEÐAN.

Kvótasæti sem Íslands á ýmsum mótum eru t.d:

  • HM og EM 3 sæti í hverjum flokki
  • World Cup og EU Youth Cup 4 sæti í hverjum flokki
  • European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki
  • Veronicas Cup ótakmörkuð sæti í öllum flokkum
  • Norðurlandameistaramót Ungmenna(NUM) ótakmörkuð sæti í öllum flokkum

Val í landslið utandyra:

  • Hæsti keppandi í undankeppni af Íslandsmóti Utanhúss árið áður hefur forgang á sæti á mót í þeim flokki. Til að notfæra sér þann forgang þarf keppandinn að skrá áhuga sinn 5 mánuðum fyrir mótið. Eftir það rennur sætið til næst hæsta einstakling af mótinu sem skráði sig og svo framvegis þar til öll sæti fyllast.
  • Þegar styttist í mótið sendir bogfiminefndin email á þá sem skráðu sig hér með upplýsingum um mótið og hvenær þarf að greiða kostnað. Þeir sem skrá ekki áhuga sinn á mót fá ekki sendar þær upplýsingar.
  • Ef ekki er búið að greiða kostnað/gjöld til bogfiminefndar fyrir tímann sem gefin upp í e-mailinu rennur sætið til næsta keppanda í röðinni og/eða keppandinn getur misst réttinn til að keppa á mótinu. Bogfiminefndin endurgreiðir ekki þau gjöld sem hún er búin að skuldbinda sig í að greiða vegna skráningar og greiðslu.

Val í landslið innandyra:

  • Efstu 3 keppendur í hverjum flokki á „undankeppnis móti um sæti á HM/EM innandyra“ eru landsliðið.
  • Undankeppnismótið er haldið í Október/Nóvember hvert ár. Hagnaður þess móts er notaður í að niðurgreiða gjöld á HM/EM innandyra fyrir efstu 3 keppendur í hverjum flokki á undankeppnismótinu. (innkoma vegna U21 þátttöku á mótinu fer í að fjármagna ferð U21 landsliðsins og innkoma vegna þáttöku í opnum flokki fer í að fjármagna ferð Opna flokks landsliðsins)
  • Ef einn af efstu 3 er ekki búinn að staðfesta för sína á mótið 14 dögum eftir að undankeppnismóti lýkur rennur hans styrkur og sæti til 4 hæsta í skori af mótinu, o.sv.fr þar til fyllt hefur verið í lið.

Aðeins keppendur sem keppa á viðeigandi úrtökumóti geta fengið styrki vegna þátttöku með landsliði.

Ástæðan fyrir því að notað er annað kerfi fyrir innandyra og utandyra er vegna þess að innandyra er aðeins 1 mót á ári sem gefur þátttökukvóta. Það er HM/EM innandyra og það er almennt haldið um Febrúar/Mars mánaðarmót. Utandyra eru tugir móta með kvóta og því ekki hægt að vera með sér undankeppni fyrir öll þau mót og veðuraðstæður á Íslandi bjóða ekki upp að geta haldið slík mót tímanlega annað en Íslandsmót utanhúss.

Með því að skrá þig hér ertu ekki að skuldbinda þig að fara á mótið þú ert að lýsa yfir áhuga þínum að keppa á mótinu. Það er betra að lýsa yfir áhuga sínum á öll mótin sem þú telur líklegt að þú myndir vilja taka þátt í hvort sem þú ert meðal bestu í undankeppnum. Það hefur gerst að fólk hefur þurft að hætta við og annar þurfi að stíga inn í staðin til að fylla í lið.

Þeir sem skrá sig á kvótamót eftir preliminary entry deadline þurfa að borga 10.000.kr sekt ef þeir ætla sér að fara á mótið. Bogfiminefndin tekur ekki við skráningum á erlend mót sem er 1 viku fyrir Final Deadline á móti.

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á bogfimi@bogfimi.is.