Hæfileikamótun 2020

2020

Íþróttastjóri velur í hóp hæfileikamótunar 2020.

2021

2021 velur íþróttastjóri í hóp hæfileikamótunar úr meðmælum íþróttafélagana. Um 10 einstaklingar verða valdir í hæfileikamótunarhóp BFSÍ með áherslu á U16 og U18 aldursflokka.

Tilgangur hæfileikamótunar er að koma fleiri einstaklingum upp á það stig að þeir nái viðmiðum fyrir ungmennalandslið og geti keppt með ungmennalandsliði.

Við valið er meðal annars horft til ástundunar einstaklinga á mótum BFSÍ og æfingum félags. Getustig (skor) hefur einnig áhrif á val en hefur minna vægi en ástundun við val í hæfileikamótun.

Viðmið

  • Að íþróttamaður sé ekki skilgreindur í landslið eða ungmennalandslið.
  • Sé á aldursbilinu 13-19 ára.
  • Eigi allann sinn eigin búnað.
  • Taki þátt í ungmennamótum BFSÍ. (Íslandsmótum innandyra/utandyra og ungmennadeild)
  • Hafi skýr markmið.
  • Æfi sig reglulega eftir æfingarskipulagi.
  • Skor viðmið innandyra sirka: Sveigbogi 520 í karla og 500 í kvenna, Trissubogi 550 í karla og 550 í kvenna (þ.e.a.s. í sínum aldursflokki og skífustærð).
  • Skor viðmið utandyra sirka: Sveigbogi 510 í karla og 480 í kvenna, Trissubogi 580 í karla og 550 í kvenna (þ.e.a.s. í sínum aldursflokki og skífustærð).