Skráning á erlend mót 2019

Hægt er að finna almennar upplýsingar um mót á mótalista Archery.is, Worldarchery.org og Archeryeurope.org. Fyrir Íslendinga eru mest viðeigandi upplýsingar í mótalista Archery.is. (upplýsingar um mótið frá bogfiminefndinni eru sendar til þeirra sem skrá áhuga sinn að fara á mótið, þegar allar upplýsingar liggja fyrir frá mótshöldurum og 5 mánaðar skráningarfresti er lokið á mótið)

Með því að skrá þig hér ertu ekki að skuldbinda þig að fara á mótið þú ert bara að lýsa yfir áhuga þínum að vilja keppa á mótinu.

Það er betra að lýsa yfir áhuga sínum á öll mótin sem þú telur líklegt að þú myndir vilja taka þátt á sem fyrst.

MUNIÐ AÐ SKRÁ EINNIG ÞJÁLFARA OG AÐRA EINSTAKLINGA SEM FARA MEÐ KEPPANDA SEM SÉR SKRÁNINGU.

AÐEINS ER TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGUM Á ERLEND MÓT Á VEGUM BOGFIMINEFNDAR ÍSÍ Í GEGNUM FORMIÐ HÉR FYRIR NEÐAN.

Kvótasæti sem Ísland á á ýmsum mótum eru t.d:
HM og EM 3 sæti í hverjum flokki
World cup outdoor 4 sæti í hverjum flokki
European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki
Veronicas Cup ótakmörkuð sæti í öllum flokkum
Norðurlandameistaramót Ungmenna(NUM) ótakmörkuð sæti í öllum flokkum

Hæsti keppandi í undankeppni af Íslandsmóti utanhúss árið áður hefur forgang á sæti á mót í þeim flokki. Til að notfæra sér þann forgang þarf keppandinn að skrá áhuga sinn á að fara á mótið 5 mánuðum fyrir mótið. Eftir það rennur sætið til næst hæsta einstakling sem skráði og svo framvegis þar til öll sæti fyllast. (5 mánuðir fyrir upphaf qualification dags á mótinu kl.00:00)

Þegar styttist í mótið sendir bogfiminefndin email á þá sem skráðu sig hér með upplýsingum um mótið og hvenær þarf að greiða kostnað mótsins til bogfiminefndar til að staðfesta sætið. Þeir sem skrá ekki áhuga sinn á mót fá ekki sendar þær upplýsingar.

Ef ekki er búið að greiða kostnað/gjöld til bogfiminefndar fyrir tímann sem gefin upp í e-mailinu rennur sætið til næsta keppanda í röðinni og/eða keppandinn getur misst réttinn til að keppa á mótinu. Bogfiminefndin endurgreiðir ekki þau gjöld sem hún er búin að skuldbinda sig í að greiða vegna skráningar og greiðslu.

Allir í bogfimifélögum á Íslandi mega óska eftir að keppa á erlendum mótum. En aðeins keppendur sem keppa á viðeigandi úrtökumóti geta fengið styrki vegna þátttöku með landsliði.

Þeir sem skrá sig á kvótamót eftir preliminary entry deadline þurfa að borga 10.000.kr sekt ef þeir ætla sér að fara á mótið. Bogfiminefndin tekur ekki við skráningum á erlend mót sem er 1 viku fyrir Final Deadline á móti.

Með því að skrá þig ertu einnig að gefa samþyki fyrir því að það megi ljósmynda og taka video af þér á mótinu og birta það efni. Ásamt því ertu að gefa samþyki fyrir því að það megi safna, geyma og birta allar persónu upplýsingar um þig tengdar mótinu (t.d nafn, skor, met ofl)

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á bogfimi@bogfimi.is.