Íslandsmeistaramót 2020 17-19 Júlí

Íslandsmeistaramót utandyra í bogfimi 2020 verður haldið 17-19 Júlí á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Berbogi og trissubogi keppa á laugardeginum og sveigbogi á sunnudeginu. Mögulegt verður fyrir keppendur að æfa á svæðinu á föstudeginum.

51 keppandi er skráður til leiks. Aðeins einn erlendur keppandi er skráður til keppni að þessu sinni frá Noregi í berboga kvenna. Því verður einnig alþjóðleg útsláttarkeppni á mótinu í berboga kvenna.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum live á archery tv Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg Gull og brons úrslit verða einnig sýnd beint á rásinni.

Hægt er að finna dagskrá, úrslit og upplýsingar um mótið á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7132

Mótið byrjar á 72 örvar undankeppni á 50 metrum í berboga og trissuboga og 70 metrum í sveigboga. Aðeins top 8 hæstu keppendur í sveigboga og trissuboga halda áfram í útsláttarkeppni og top 4 hæstu í berboga.

Hér fyrir neðan eru helstu spár 2 vikum fyrir mót. Fyrir neðan hverja spá fyrir sig er hægt að sjá keppni um titil árið 2019 utandyra.

Í sveigboga karla er núverandi titilhafi Gummi Guðjónsson í Bogfimifélaginu Boganum sem hefur haldið titlinum frá árinu 2018. Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boganum er talinn líklegasti challanger á titlinum en hann er Íslandsmeistari U21 utandyra og innandyra. En nokkrir yngri keppendur eru að miða á að velta Gumma af stóli á þessu móti.

Í sveigboga kvenna er talið líklega að gull úrslitin verði á milli Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skotfélagi Austurlands og Sigríðar Sigurðardóttir í BF Hróa Hetti. Guðný Gréta er verjandi titilhafi en það hefur verið jafn bardagi á milli þeirra tveggja í langann tíma í bæði öldunga og opnum flokki. Þó nokkrar stelpur úr U21 og U18 eru að keppa á mótinu í von um að taka titilinn til nýrrar kynslóðar.

Í trissuboga karla er talið líklega að gull úrslitin verði á milli Alfreðs Birgissonar í ÍF Akur og Nóa Barkarsonar í BF Boganum. Báðir þessir keppendur hafa verið að rjúka fram úr öðrum í skori á mótum á þessu ári og tókust á um titilinn innandyra þar sem Nói hafði betur. Núverandi titilhafi Rúnar Þór Gunnarsson tók titillinn 2019 fyrir BF Bogann en hefur síðan skipt í BF Hróa Hött mun reyna að standa í vegi þeirra og halda titlinum. Mikil samkeppni er í trissuboga flokkum á mótinu og það er stærsti flokkurinn með 21 þátttakanda í karla og kvenna.

Í trissuboga kvenna er Ewa Ploszaj í BF Boganum verjandi titilhafi. En við spáum því að það verði jöfn samkeppni í trissuboga kvenna. Við ætlum að giska á að gull úrslit verði á milli Ewa og Anna María Alfreðsdóttir í ÍF Akri. En Eowyn og Erla úr BF Hróa Hetti og Astrid úr BF Boganum munu gefa mikla samkeppni í flokknum.

Í berboga karla er líklegt að gull úrslit verði á milli núverandi titilhafa Ólafs Inga Brandssonar í BF Hróa Hetti og annað hvort Björn Gunnarsson í BF Boganum eða Izaar Arnar Þorsteinssonar í ÍF Akur. Björn og Ólafur áttust við um titilinn 2019 þar sem Ólafur hafði betur. En Izaar tók innandyra titilinn af Ólafi í mars á þessu ári.

Í berboga kvenna verður erfitt að sigra núverandi titilhafa sem er Guðbjörg Reynisdóttir. En hún er að verja titilinn sinn í þriðja sinn utandyra. Hún keppti einnig um brons á Evrópumeistaramótinu í fyrra. Og oft fáir hérlendis og erlendis sem veita henni samkeppni. En Guðbjörg mun líklega mæta annað hvort Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skaust eða Birnu Magnúsdóttir í BF Boganum í gull úrslitum.

Ólafur Gíslason segir af sér sem formaður BFSÍ

Ólafur Gíslason sagði af störfum sem formaður BFSÍ í Apríl.

Guðmundur Örn Guðjónsson varaformaður hefur tekið við stöðu formanns BFSÍ. Fyrsti varamaður Astrid Daxböck var tekin inn og tók við stöðu varaformanns.

Mikið er búið að vera að gera hjá stjórn BFSÍ og því tafðist lítillega gerð fundargerða. Stjórnin vildi ekki senda út fréttina fyrr en að fundargerð væri lokið og birt.

Fundargerðir

Kelea Quinn hefur einnig sagt af sér sem varamaður BFSÍ.

Á bogfimi.is er alltaf hægt að sjá núverandi stöðu stjórnar á stjórnar síðuni.

Stjórn BFSÍ

COVID 19 staða

Á blaðamannafundi almannavarna í gær var minnt á reglur sem í gildi eru um takmarkanir í samkomubanni.

Minnisblað sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns er hægt að finna hér

Minnisblað vegna sóttvarnahólfa 01.07.2020

Í minnisblaðinu  er verið að árétta þær reglur sem eru í gildi um fjöldatakmarkanir og hólfaskiptingu, hvort heldur er innandyra eða utanhúss.

Meðal þess sem fram kemur í minnisblaðinu er:

  1. Fjöldatakmörkun er 500 manns á hverju svæði/sóttvarnarhólfi
  2. Tryggja með sýnilegum hætti tveggja metra svæði á milli svæða/sóttvarnarhólfa
  3. Tryggja þarf að ekki sé blöndun á milli svæða
  4. Hafa þarf salerni, veitingasölu og aðra þá þjónustu sem boðið er uppá aðskilið fyrir hvert svæði fyrir sig
  5. Aðgengi að handþvotti og handspritti
  6. Sótthreinsun áhalda, tækja og fleti sem fleiri en einn snertir
  7. Viðhafa tveggja metra fjarlægðarregluna eftir því sem unnt er

All­ir Íslend­ing­ar sem koma til lands­ins munu þurfa að fara í seinni skimun 4-5 dög­um frá komu til lands­ins.

Hvetja þarf alla til að sýna ábyrgð og virða þær reglur sem í gildi eru.

Leiðbeiningar fyrir íþróttamannvirki og sundlaugar voru uppfærðar 30. júní sl. og er nýjustu útgáfuna að finna hér:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41632/Leiðbeiningar%20fyrir%20íþróttamannvirki-05.06.2020.pdf

Einnig viljum við minna á rakningarsmáforritið sem er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19.

Því fleiri sem nota forritið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því.

Gott er að minna á forritið við skráningu í mót og viðburði á vegum íþróttahreyfingarinnar.

Meðfylgjandi eru veggspjöld sem hægt er að prenta út og hengja upp sem víðast til að minna okkur á sóttvarnir.

isi_plakat_blatt

Einnig er hægt að nálgast fræðsluefni og veggspjöld inn á www.covid.is.

Beiðni frá ÍSÍ að koma ofangreindu á framfæri sem víðast innan okkar vébanda.

Íslandsmót Ungmenna og öldunga utanhúss

Íslandsmót ungmenna og öldunga verður haldið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 27-28 Júní. Ungmenna mótið verður á laugardeginum og öldungamótið á sunnudeginum.

Við spáum mjög spennandi keppni í nokkrum flokkum.

U21 sveigbogi karla er 50/50 Dagur Örn Fannarsson vs Oliver Ormar Ingvarsson báðir í BF Boganum. Verður harður bardagi. Þeir hafa verið að berjast um að hækka U21 Íslandsmetin til skiptist og algerlega óvíst hver mun bera sigur.

U18 sveigbogi kvenna 60/40 þar er Marín Aníta Hilmarsdóttir talin líklegri til sigurs, en Halla Sól Þorbjörnsdóttir talin líkleg til að veita mikla samkeppni um gullið. Þær eru báðar í BF Boganum og kepptu um titilinn innandyra þar sem Marín hafði betur.

U18 trissubogi kvenna verður 50/50 um gullið. Anna María Alfreðsdóttir ÍF Akur vs Eowyn Marie Mamalias BF Hrói Höttur. Anna er nýlega búin að taka bæði U18 og U21 Íslandsmetin utandyra af Eowyn. En Eowyn tók titilinn innandyra.

U16 trissubogi karla verður 50/50 um gullið. Aðeins 1 mm var munurinn á jafntefli á Íslandsmóti ungmenna innahúss á milli Daníels Baldurssonar í SKAUST og Sigfús Björgvin Hilmarsson í BF Boganum. Og því líklega að harður bardagi myndist á milli þeirra utandyra og erfitt að spá fyrir um hver tekur titilinn.

U16 sveigbogi karla spáum við jöfnum bardaga. Pétur Már M Birgisson í BF Hróa Hetti og Máni Gautason í ÍF Akur. Á innanhúss móti ungmenna var Pétur hærri í undankeppni með naumum mun en Máni tók gullið í úrslitakeppninni.

Í 50+ sveigboga kvenna eru Guðný Gréta Eyþórsdóttir í SKAUST og Sigríður Sigurðardóttir í BF Hróa Hetti líklegar til þess að eiga hörku leik um gullið.

Í 50+ sveigboga karla er nýliðinn í öldunga Haraldur Gústafsson í SKAUST talinn lang líklegastur til sigurs.

Í 50+ trissuboga karla verður mögulega jafn bardagi á milli Rúnars Þórs Gunnarssonar í BF Hróa Hetti og Alberts Ólafssonar í BF Boganum. Rúnar hefur lengri feril af góðum niðurstöðum en Albert er búinn að vera sigursælari í keppnum á milli þeirra á þessu ári.

Við vitum ekki hvað gerist fyrr en dagurinn kemur. En gaman að hugsa og spá í úrslitin.

Sýnt verður beint frá mótunum á archery tv Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Hægt er að finna dagsskrá og skipulag mótsins á ianseo.net. Ásamt úrslitum þegar þau eru ljós.

Íslandsmót ungmenna https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7131

Íslandsmót öldunga https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7133

Sumarfjarnám – Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 22. júní. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.

Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnám Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020.

Allar nánari upplýsingar um Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á vidar@isi.is