Áætluð viðmið fyrir afreksstarf BFSÍ 2023

Stutt lýsing: Eftirfarandi eru áætluð viðmið fyrir afreksstarf BFSÍ við val í landsliðshópa 2023. Þegar nær dregur landsliðsverkefni velur íþróttastjóri úr landsliðshópum í viðeigandi landsliðsverkefni 2023. A/B/C flokks viðmið hér fyrir neðan eru viðmið að aðkomu BFSÍ að þátttökukostnaði keppanda í áherslu landsliðsverkefnum. Afreksfólk sem nær hærri getustigsviðmiðum greiða minni þátttökukostnað í áherslu landsliðsverkefnum. Markmiðið er að vera með eins gegnsætt og hlutlaust ferli og mögulegt er gagnvart vali í hópa/landsliðsverkefni og niðurgreiðslu þátttökukostnaðar landsliðsverkefna. Svo að allir séu á „sömu síðu“ og að allir fái sömu „þjónustu“ frá BFSÍ ef þeir mæta sömu kröfum. A/B/C flokkun er á tilraunastigi í afreksstarfi BFSÍ 2022 og mögulegt er að einhverjar breytingar verði gerðar á ferlinu þegar nær dregur 2023 og einhver reynsla er komin á ferlið (s.s. vegna EM sem haldin eru á árinu 2021/2022 sem gætu breytt viðmiðum og/eða ófyrirsjáanlegra vandkvæða við A/B/C kerfið og/eða einfaldara kerfi uppgvötast)

A flokkurB flokkurC flokkurLandsliðshópar
Utandyra skor á við1-25%25-50%50-75%Lágmark
RM650625600570
RJM635610585550
RCM645620595555
RW630605575535
RJW620585550500
RCW630600570530
 A flokkurB flokkurC flokkurLandsliðshópar
Utandyra skor á við1-25%25-50%50-75%Lágmark
CM685675665655
CJM675665650630
CCM670655640620
CW680665650630
CJW670650630600
CCW660640620590
 A flokkurB flokkurC flokkurLandsliðshópar
Innandyra skor á við1-25%25-50%50-75%Lágmark
RM580570560550
RJM570560550540
RW570560550540
RJW560550535520
 A flokkurB flokkurC flokkurLandsliðshópar
Innandyra skor á við1-25%25-50%50-75%Lágmark
CM590585580570
CJM585580570560
CW585575570560
CJW580570560550
Viðmið úr undankeppni af 3 síðustu EM. Námunduð af íþróttastjóra.
Innandyra viðmið fyrir 2023 hafa sum verið lækkuð umfram eðlilega námundun vegna óeðlilegrar tölfræði á EM innandyra sem kemur til að miklu leiti vegna þess að 104 keppendur halda áfram í lokakeppni utandyra en aðeins 32 innandyra (eðlileg námundun væri t.d. að námunda 592 í 590). Sem dæmi komu í hreinum útreikningi viðmið fyrir marga U21 flokka (ungmenna) út sem hærri en viðmið fyrir opinn flokk (fullorðinna) á sama móti þrátt fyrir að, fjarlægð og skífustærð sé sú sama í báðum flokkum. Því mætti segja að erfiðleikastig á EM innandyra sé hærra en á EM utandyra þrátt fyrir færri keppendur innandyra, þar sem þjóðir meina mikið af sínu íþróttafólki þátttöku á EM innandyra vegna óeðlilegra viðmiða. (innandyra mót eru mest stunduðu mót í heiminum s.s. Indoor World Series IWS þar sem er opin þátttaka og skráning fer ekki fram í gegnum landssambandið, en á sama tíma er þátttaka á HM/EM innandyra mun lægri vegna þessara galla í landsliðsvalferli landssambanda, sem er ein af þrem ástæðum þess að heimssambandið hætti var haldi HM innandyra og setti áhersluna á IWS í staðin) Sú óeðlilega tölfræði kemur til að hluta vegna galla í landsliðsvalferli margra landa sem byggist oftar en ekki á sömu forsendum fyrir utandyra og innandyra þrátt fyrir annað keppnisfyrirkomulag, og byggist oft einungis á vali einstaklinga en ekki liða (þó svo að öll þessi lönd ættu mjög auðvelt með að skipa liði á EM innandyra). BFSÍ kvartar þó ekki yfir því að meiri hluti Evrópuþjóða meini keppendum sínum að keppa á EM innandyra vegna óeðlilegra viðmiða og gefi frá sér sína leiki og sæti á EM. Það eykur líkur á því að Íslandi komist í úrslit á EM og/eða á verðlaunum. En sorglegt fyrir keppendur í öðrum þjóðum.

Til skýringar:

Ná þarf viðeigandi viðmiðum í keppni á tímabilinu 1 október 2021 til 30 september 2022, æskilegt er að viðkomandi hafi náð viðmiðinu reglubundið á síðustu 4 árum. Íþróttastjóra er þó heimilt að taka mið af árangri viðkomandi einstaklings/liðs síðustu 4 ár við valið og flokkun þó að æskilegt sé að þeir viðhaldi stöðu sinni árlega (Í samræmi við afreksstefnu BFSÍ). Íþróttastjóra er einnig heimilt að velja einstaklinga sem hafa ekki náð viðmiðum í landsliðshóp/verkefni (í samræmi við reglugerðir BFSÍ s.s. til þess að fylla í lið, vegna hæfileikamótunar og slíkt). Aðeins keppendur sem miða á þátttöku í áherslu landsliðsverkefni BFSÍ eru valdir í landsliðshóp. Til þess að vera valdir í landsliðshóp þurfa keppendur einnig að virða og hafa virt reglur BFSÍ/ÍSÍ/WA þar sem við á (s.s. siðareglur, hegðunarviðmið, hlutgengisreglur o.s.frv.). Keppendur þurfa að vera mjög virkir keppendur í þeim mótum sem standa þeim til boða (s.s. sérstaklega stórmótum s.s. Íslandsmótum, NUM og slíkt, en reglubundin þátttaka í öllum mótum sýnir áhuga/virkni/vilja). Keppendur þurfa að sækjast eftir því að vera valdir í landsliðshóp með því að tilkynna íþróttastjóra um sinn áhuga á þátttöku í áherslu landsliðsverkefnum BFSÍ fyrir 31 október árið áður.

Áætluð áherslu landsliðsverkefni BFSÍ 2023 eru:

 • Evrópuleikar (A) – Pólland
 • Evrópubikarmót (B) (og síðasta undankeppni Evrópuleika)
 • HM utandyra (A) (og fyrsta undankeppni Ólympíuleika) – Þýskalandi
 • HM ungmenna utandyra (B) – Írland
 • EM innandyra (A)
 • EM U21 innandyra (B)
 • Önnur sérstök verkefni vegna viðbótar þátttöku ákveðinna einstaklinga sem eru að ná A eða B viðmiðum. Þetta er ákveðið af íþróttastjóra árlega í samráði við viðkomandi íþróttafólk. Dæmi er einstaklingar sem eru að ná viðmiðum fyrir Afreksíþróttafólk á heimsmælikvarða, eiga raunhæfan möguleika á að vinna þátttökurétt á Ólympíuleika (t.d. eru að ná lágmarksviðmiðum fyrir ÓL) og slíkt. Þetta tengist oft sérstökum umsóknum vegna viðkomandi einstaklinga s.s. til Olympic Solidarity, eða vegna samninga sem BFSÍ á milli göngu um vegna íþróttafólks við Afrekssjóð ÍSÍ o.s.frv..

Í afreksstefnu BFSÍ er langtíma markmið BFSÍ að þátttaka í A/B áherslu landsliðsverkefnum BFSÍ verði keppendum að kostnaðarlausu. Það mun taka langan tíma að gera það markmið að veruleika. Skammtíma markmið BFSÍ er að koma að kostnaði keppenda/liða í áherslu landsliðsverkefnum og er þessi flokkun liður í þeirri þróun. (virkar líka sem frábær markmiðasetning fyrir keppendur)

 • A flokksviðmið: Keppandi sem er að ná skorum í undankeppni á við efstu 1-25% keppenda miðað við meðaltal á síðustu þrem viðeigandi EM
  • Keppendur sem ná þessum viðmiðum:
   • Eru mögulega að komast í úrslit á EM
   • Fá mestu niðurgreiðslu þátttökukostnaðar, allt að þrefalt það sem C fær
 • B flokksviðmið: Keppandi sem er að ná skorum í undankeppni á við efstu 25-50% keppenda miðað við meðaltal á síðustu þrem viðeigandi EM
  • Keppendur sem ná þessum viðmiðum:
   • Eru mögulega að komast í úrslit á EM og oftast meðal efstu 50% keppenda á EM
   • Fá næst mestu niðurgreiðslu þátttökukostnaðar, allt að þrefalt það sem C fær
 • C flokksviðmið: Keppandi sem er að ná skorum í undankeppni á við efstu 50-75% keppenda miðað við meðaltal á síðustu þrem viðeigandi EM
  • Keppendur sem ná þessum viðmiðum eru:
   • Líklegir til þess að enda meðal efstu 50% keppenda á EM
   • Að fá lágmarks niðurgreiðslu þátttökukostnaðar, sem ákvörðuð er af BFSÍ eftir fjárhagslegri getu sambandsins hverju sinni.
 • Landsliðshópar: Keppandi sem er að ná skorum í undankeppni á við efstu 75-85% keppenda miðað við meðaltal á síðustu þrem viðeigandi EM eða er valinn af Íþróttastjóra BFSÍ í hópinn (s.s. vegna hæfileikamótunar eða til að fylla í lið)
  • Keppendur sem ná þessum viðmiðum:
   • Eru sjaldan að enda meðal efstu 50% keppenda á EM
   • Fá enga niðurgreiðslu þátttökukostnaðar nema þegar sett er áhersla á að senda lið. Allir í liðinu eru þá flokkaðir í C flokk að lágmarki

Þetta er grófa áætlunin og uppsetningin fyrir áherslu landsliðsverkefni og afreksstarf BFSÍ 2023.