Undankeppni fyrir Ólympíuleika, Evrópuleika og fleiri leika

ÓLYMPÍULEIKAR 2024 París Frakkland

Þátttökuréttur á Ólympíuleika er almennt unnin af þjóð miðað við frammistöðu á Heimsmeistaramóti utandyra árið fyrir leikana, eða á Evrópumeistaramóti utandyra og/eða Heimsbikarmóti (lokakeppni um þátttökurétt) á árinu sem leikarnir eru haldnir. Sumum þátttökuréttum getur verið úthlutað byggt á stöðu heimslista. Almennt þarf einnig að sýna fram á lágmarks getustig til að geta nýtt þátttökurétt. Það er 640 stig í karla og 610 í kvenna fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upplýsingar um undankeppnis fyrirkomulag Ólympíuleikana 2024. Aðeins er keppt í sveigboga á Ólympíuleikum að svo stöddu.

https://worldarchery.sport/competition/23176/paris-2024-olympic-games-archery-tbc

ÓLYMPÍULEIKAR 2028 Los Angeles USA

Verið er að vinna að viðbót trissuboga á Ólympíuleikana 2028 og líklegt að það komi í ljós seinni hluta 2023 hvort að trissubogi verður tekinn inn á leikana.

Þátttökuréttur á Ólympíuleika er almennt unnin af þjóð miðað við frammistöðu á Heimsmeistaramóti utandyra árið fyrir leikana, eða á Evrópumeistaramóti utandyra og/eða Heimsbikarmóti (lokakeppni um þátttökurétt) á árinu sem leikarnir eru haldnir. Sumum þátttökuréttum getur verið úthlutað byggt á stöðu heimslista. Almennt þarf einnig að sýna fram á lágmarks getustig til að geta nýtt þátttökurétt. Lágmörk eru áætluð þau sömu og eru fyrir Ólympíuleikana í París 2024, þar til undankeppnis fyrirkomulag leikana 28 kemur út.

HEIMSLEIKAR 2021/2022 Birmingham USA

Undankeppni fyrir heimsleika hefur verið að breytast mikið á milli ára en valið er oftast byggt að mestu á stöðu á heimslista, á frammistöðu á HM í víðavangsbogfimi og EM í markbogfimi árið fyrir leikana.

https://worldarchery.org/competition/20555/birmingham-2021-world-games#/

YOUTH OLYMPICS 2026 Dakar Senegal

Hvernig vinnur maður þátttökurétt?

  • HM ungmenna 2025 eða
  • EM ungmenna 2026

Þátttökuréttur á Ólympíuleika ungmenna er gefin út til þjóða miðað við frammistöðu á HM ungmenna árið fyrir leikana og Evrópumeistarmóti ungmenna árið sem leikarnir eru haldnir. Þeir sem eru/verða 15, 16 og 17 ára á árinu sem leikarnir eru haldnir geta notað þátttökurétt á ÓL ungmenna. Athugið á Ólympíuleikum ungmenna geta árgangar 2000, 2004, 2008, 2012 o.s.frv. ekki tekið þátt. Aðeins 3 árgangar geta keppt á YOG en það er haldið á fjögurra ára fresti. Fyrir þá sem fæðast á þessum árum er mögulegt fyrir þá að taka þátt á Gymnasiade (heims framhaldsskólaleikunum) og verið er að vinna að því að bæta bogfimi við á European Youth Olympic Festival (Evrópuhátíð Ólympíu æskunnar) sem mætti einnig kalla Evrópu Ólympíuleika ungmenna (Evrópuleika Ungmenna).

https://worldarchery.org/competition/21983/dakar-2022-youth-olympic-games-date-tbc#/

EVRÓPULEIKAR 2023 Krakow Poland

Þátttökuréttur á Evrópuleika er gefin til þjóða miðað við frammistöðu á Evrópumeistaramóti árið fyrir leikana og Evrópubikarmóti (grand prix) árið sem leikarnir eru haldnir.

Venjan er að þátttökuréttum sé deilt niður á eftirfarandi veg:

  • 16 þjóðir fá þátttökurétt fyrir einstakling í trissuboga karla og/eða kvenna (16 kk og 16 kvk)
    • 1 fyrir heimaþjóð leikana
    • 2 Boðssæti (wild cards) fyrir þjóðir sem vinna ekki þátttökurétt
    • 8 efstu þjóðir á EM utandyra árið fyrir leikana
    • 5 efstu þjóðir á Evrópubikarmóti árið sem leikarnir eru haldnir
  • 8 þjóðir fá þátttökurétt fyrir sveigboga lið karla og/eða kvenna (8 kk lið og 8 kvk lið)
    • 1 fyrir heimaþjóð (3 keppendur)
    • 5 efstu lið (3 keppendur) á Evrópumeistaramóti utandyra árið áður
    • 2 efstu lið (3 keppendur) á Evrópubikarmóti árið fyrir leikana
  • 24 þjóðir fá þátttökurétt fyrir einstakling í sveigboga karla og/eða kvenna (24 kk og 24 kvk sem hafa ekki náð liða þátttökurétti)
    • 3 Boðssæti (wild cards) fyrir þjóðir sem vinna ekki þátttökurétt
    • 16 efstu þjóðir á EM utandyra árið fyrir leikana
    • 5 efstu þjóðir á Evrópubikarmóti árið sem leikarnir eru haldnir

Hér fyrir neðan er hægt að sjá fyrirkomulag undankeppni á næstu Evrópuleikum.