Skráning á erlend kvótamót 2018

Skráning á erlend kvóta mót 2018 neðst á síðuni.

Það er frekar mikið af upplýsingum hér fyrir neðan, flest af þessu segjir sig sjálft en það er betra að hafa of mikið af upplýsingum en of lítið 🙂

Þetta form er skráning á erlend kvótamót. Kvótamót eru mót þar sem hvert land má aðeins senda takmarkað magn af keppendum.

Kvótasæti sem Ísland á eru t.d:
Heimsmeistaramót 3 sæti í hverjum flokki
Evrópumeistaramót 3 sæti í hverjum flokki
World cup outdoor 4 sæti í hverjum flokki
European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki

Með því að skrá þig hér ertu ekki að skuldbinda þig að fara á mótið þú ert bara að lýsa yfir áhuga þínum að vilja keppa á mótinu.

Til að nota forgang vegna ranking skors á Íslandsmóti þarf að skrá sig 5 mánuðum fyrir mótið. Eftir 5 mánuðina gildir fyrstur kemur fyrstur fær sætið. (Eftir 5 mánaðafrestinn fyrir mótið á einhver að hringja í þig úr bogfiminefndinni og staðfesta hvort að þú farir eða ekki, ef það gleymist endilega sendu e-mail á president@bogfimi.is)

Þeir sem skráðu sig 5 mánuðum fyrir mótið þurfa að greiða þáttökugjöldin til Bogfiminefndar amk 4 mánuðum fyrir mótið og þá telst skráningin bindandi og þeir búnir að læsa sætinu sínu. Sú greiðsla er óendurgreiðanleg. Ef ekki er búið að greiða fyrir þann tíma getur sætið þitt runnið til næsta keppanda í röðinni. (Til eru undantekningar frá þessari reglu. Til dæmis ef að invitation pakage frá organizer liggur ekki fyrir 4 mánuðum fyrir mótið, mjög sjaldgæft en hefur gerst, einnig vegna fjárhagslegra erfiðleika er hægt að fá undanþágu og greiða síðar og svo framvegis)

Semsagt allir í bogfimifélögum á Íslandi mega óska eftir að keppa á erlendum kvóta mótunum en þeir sem er með hæstu skor í undankeppni á Íslandsmeistaramóti árið áður hafa forgang á kvótasæti. (ef þeir skrá sig 5 mánuðum fyrir mótið og borga keppnisgjöldin 4 mánuðum fyrir mótið).

Gisting og önnur gjöld skulu vera greidd tímanlega til bogfiminefndar amk viku fyrir deadline sem er hægt að finna í invitation package fyrir hvert mót fyrir sig. (kostnaður vegna móta sem hafa verið greidd til Bogfiminefndar eru ekki endurgreidd).

Sjá nánari útskýringar um kerfið hér http://archery.is/rettur-til-keppnis-a-erlend-kvota-mot-med-betri-utskyringum/

Til eru fleiri mót sem eru kvótamót og þið getið skráð ykkur á þau með því að skrifa nafn mótsins í other dálkinn. Ef þið eruð í öðrum flokki en er tekið fram (t.d u-18 sveigbogi karla á youth cup) getið þið skrifað það líka í other dálkinn)
Dæmi um önnur kvótamót eru European youth cup, asia cup, ýmis fatlaðra mót, veronicas cup, mexican grand prix og svo framvegis.

Það er betra að lýsa yfir áhuga sínum á öll mótin sem þú telur líklegt að þú myndir vilja taka þátt í þó að kvótasætin séu full á mótið. Það hefur oft gerst að fólk hefur þurft að hætta við og annar þurft að stíga inn í staðin. Alltaf fínt að vera backup maður og fá sæti.

ATH innandyra heimsbikarmót eru opin öllum í skráningu og þarf ekki að skrá sig á þau í gegnum bogfiminefndina.

Skráningu á mót er hægt að gera hér fyrir neðan (skráningar tilkynning sendist einnig á e-mail á þá sem sjá um skráningar).

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á president@bogfimi.is.

PASSIÐ YKKUR Á ÞVÍ AÐ PANTA EKKI FLUG FYRR EN INVITATION PACKAGE ER KOMIÐ INN Á WORLDARCHERY.ORG EÐA ARCHERYEUROPE.ORG. DAGSETNINGAR MÓTSINS MUNU EKKI BREYTAST EFTIR AÐ INVITATION PAPPÍRARNIR UM HÓTEL OG SLÍKT LIGGJA FYRIR UM MÓTIÐ.

EINNIG EKKI BÓKA NEITT FYRR EN ÞIÐ FÁIÐ STAÐFESTINGU FRÁ BOGFIMINEFNDINNI AÐ ÞIÐ EIGIÐ SÆTI.