Skráning á erlend mót 2018

Skráning á erlend mót á vegum bogfiminefndar 2018.

Kvótasæti sem Ísland á ýmsum mótum eru t.d:
Heimsmeistaramót 3 sæti í hverjum flokki
Evrópumeistaramót 3 sæti í hverjum flokki
World cup outdoor 4 sæti í hverjum flokki
European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki
Veronicas Cup ótakmörkuð sæti í öllum flokkum

Með því að skrá þig hér ertu ekki að skuldbinda þig að fara á mótið þú ert bara að lýsa yfir áhuga þínum að vilja keppa á mótinu.

Til að nota forgang vegna undankeppnis stiga af Íslandsmóti árið áður þarf að skrá áhuga sinn 5 mánuðum fyrir mótið  Eftir 5 mánuðina gildir fyrstur kemur fyrstur fær sætið.

Þegar styttist í mótið sendir bogfiminefndin þér mail með upplýsingum um mótið og hvenær þarf að greiða kostnað mótsins til bogfiminefndar. Ef ekki er búið að greiða kostnað/gjöld til bogfiminefndar fyrir tímann sem gefin upp í póstinum rennur sætið til næsta keppanda í röðinni. Bogfiminefndin getur ekki endurgreitt þau gjöld sem hún er búin að skuldbinda sig í að greiða.

Allir í bogfimifélögum á Íslandi mega óska eftir að keppa á erlendum mótum á vegum bogfiminefndarinnar. (en best er að hafa að lágmarki keppt á einu Íslandsmóti til að safna reynslu fyrst)

Ef þið eruð í öðrum flokki (t.d U18 sveigbogi karla á youth cup) skrifið það í other dálkinn.
Dæmi um önnur kvótamót en eru í listanum hér fyrir neðan eru til dæmis European youth cup, asia cup, mexican grand prix ofl.

Það er betra að lýsa yfir áhuga sínum á öll mótin sem þú telur líklegt að þú myndir vilja taka þátt í þó að kvótasætin séu full á mótið. Það hefur gerst að fólk hefur þurft að hætta við og annar þurft að stíga inn í staðin.

ATH Indoor World Cup og NUM (Norðurlandameistaramót ungmenna) eru opin öllum í skráningu og skráning fer ekki í gegnum bogfiminefndina. Skráning fer fram í gegnum mótshaldara.

Passið ykkur að bóka ekki flug fyrr en búið er að gefa út invitation package á mótið, þar sem dagsettningar geta mögulega breyst áður en það er búið að gefa hann út.

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á president@bogfimi.is.