Íþróttafólk ársins 2016

Íþróttafólk ársins 2016 var valið af Bogfiminefnd ÍSÍ.

http://isi.is/um-isi/ithrottafolk-sersambanda/ithrottafolk-sersambanda-2016/

Bogfimimaður ársins

Þorsteinn Halldórsson

Bogfimimaður ársins
Þorsteinn byrjaði í bogfimi árið 2013 og var einn af fimm Íslendingum sem kepptu á Paralympics í Ríó í sumar, þar sem hann endaði í 17. sæti í bogfimi. Þorsteinn vann brons medalíu á úrtökumóti í Tékklandi þar sem hann tryggði sér sæti á Paralympics ásamt því að slá Íslandsmetið í paraflokki trissuboga karla. Sú medalía er fyrsta medalía sem Ísland hefur unnið á alþjóðlegu stórmóti á vegum heimssambandsins hingað til. Ásamt því var það í fyrsta skipti sem Ísland hefur náð keppanda inn á Paralympics í bogfimi. Þorsteinn er núna í 69. sæti á para-heimslistanum og ætlar sér að komast í topp 20 í paraflokki á næsta ári með stífri keppnisáætlun. Markmið Þorsteins er einnig að vinna sér inn sæti aftur fyrir Ísland á Paralympics í Tokyo 2020 og komast í topp 10 sætin eða hærra næst.

Bogfimikona ársins

Astrid Daxböck

Bogfimikona ársins
Astrid hefur stundað bogfimi frá árinu 2013 og er fyrsta manneskjan á Íslandi að ná þeim árangri að komast á topp 100 listann hjá heimssambandinu og er núna í 93. sæti, það gerðist eftir að hún endaði í 17. sæti á Evrópumeistarmótinu í sumar, hæst Íslendinga. Astrid er einnig í 42. sæti á Evrópulistanum. Astrid lenti einnig í 9. sæti á heimsbikarmótinu og 17. sæti á heimsmeistaramótinu á þessu ári Astrid er ein af aðeins þremur manneskjum í heiminum sem keppir í báðum bogaflokkum, sveigboga og trissuboga, á alþjóðlegum mótum. Það er langur listi af keppnum sem hún keppti í erlendis árið 2016 og hún sló besta árangur Íslands á öllum þeim mótum. Astrid hefur sett sér það markmið að ná Ólympíusæti í bogfimi fyrir Ísland fyrir Ólympíuleikana Tokyo

Íþróttafólk ársins 2015

Íþróttafólk ársins 2015 var valið af Bogfiminefnd ÍSÍ

http://isi.is/um-isi/ithrottafolk-sersambanda/ithrottafolk-sersambanda-2015/

Bogfimikona ársins

Helga Kolbrún Magnúsdóttir

Bogfimikona ársins
Helga hefur stundað bogfimi síðan 2013 og er fyrsta konan á Íslandi til að keppa með trissuboga. Helga setti fyrsta Íslandsmetið í trissubogaflokki kvenna 2013 og hefur síðan þá verið ósigraður Íslandsmeistari, bæði innan- og utanhúss. Helga hefur náð góðum árangri á erlendum mótum, þar má nefna 5. sæti á Heimsbikarmóti í nóvember síðastliðnum og stefnir hún langt í íþróttinni á næstu árum.

Bogfimimaður ársins

Sigurjón Atli Sigurðsson

Bogfimimaður ársins
Sigurjón Atli byrjaði í bogfimi í ársbyrjun 2013 og hefur náð feiknagóðum árangri á skömmum tíma. Árið 2015 vann Sigurjón Íslandsmeistaratitil í bogfimi í ólympískum flokki innanhúss, einnig til gullverðlauna á RIG leikunum í bogfimi í ólympískum flokki. Þá tvíbætti hann sitt eigið Íslandsmet í bogfimi utandyra, í fyrra skiptið á Grand Prix móti á Grikklandi í maí og síðar á Evrópuleikunum í Baku í júní. Sigurjón stefnir hátt og er markið sett á að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.

Íþróttafólk ársins 2014

Íþróttafólk ársins 2014 var valið af Bogfiminefnd ÍSÍ.

http://isi.is/um-isi/ithrottafolk-sersambanda/frett/2015/01/05/Bogfimikona-og-bogfimimadur-arsins-2014/

05.01.2015Helga Kolbrún er fædd 6. febrúar 1980. Hún byrjaði í bogfimi í janúar 2013 og heillaðist þá að trissuboganum. Helga Kolbrún er fjórfaldur Íslandsmeistari í innan og utandyra bogfimi. Hún er fyrsta íslenska konan sem keppt hefur á alþjóðlegu móti en hún hefur einu sinni keppt á heimsmeistaramóti og einu sinni á heimsbikarmóti með mjög góðum árangri. Hún keppti í Nimes í Frakklandi og í Marrakesh í Marokkó. Í Marokkó varð hún í fjórða sæti. Helga stefnir á heimsbikarmótin í Nimes og í Las Vegas og heimsmeistaramót í Kaupmannahöfn árið 2015.

Sigurjón Atli er fæddur 26. júlí 1972. Hann byrjaði í bogfimi í febrúar 2013 og hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma. Í janúar 2014 sigraði Sigurjón á Reykjavik International Games, í apríl Íslandsmótið innanhúss þar sem hann setti Íslandsmet (60 örvar innanhúss) og í júlí Íslandsmótið utanhúss. Í nóvember keppti Sigurjón svo á heimsbikarmóti Alþjóðabogfimisambandsins í Marokkó og setti þar þrjú Íslandsmet (30 örvar innanhúss, 60 örvar innanhúss (bætti eigið met), besti árangur í undankeppni á erlendu stórmóti (8. sæti)). Sigurjón er í karlalandsliðinu í Ólympískri bogfimi sem er að æfa fyrir Heimsmeistaramót Alþjóða-bogfimisambandsins í Danmörku næsta sumar. Þar er markið sett hátt – að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.