Skráning á erlend mót 2019

Skráning á erlend mót á vegum bogfiminefndar 2019 er neðst á síðu.

Hægt er að finna almennar upplýsingar um mót á mótalista Archery.is, Worldarchery.org og Archeryeurope.org. Fyrir Íslendinga eru mest viðeigandi upplýsingar í mótalista Archery.is. (upplýsingar um mótið frá bogfiminefndinni eru sendar til þeirra sem skrá áhuga sinn að fara á mótið, þegar allar upplýsingar liggja fyrir frá mótshöldurum og 5 mánaðar skráningarfresti er lokið á mótið)

Með því að skrá þig hér ertu ekki að skuldbinda þig að fara á mótið þú ert bara að lýsa yfir áhuga þínum að vilja keppa á mótinu.

Það er betra að lýsa yfir áhuga sínum á öll mótin sem þú telur líklegt að þú myndir vilja taka þátt á sem snemmst. Það hefur gerst að fólk hefur þurft að hætta við og annar þurft að stíga inn í staðin.

MUNIÐ AÐ SKRÁ EINNIG ÞJÁLFARA OG AÐRA EINSTAKLINGA SEM FARA MEÐ KEPPANDA SEM SÉR SKRÁNINGU.

Erlend mót á vegum bogfiminefndar ÍSÍ eru þau mót sem þarf að skrá sig á í gegnum bogfiminefnd ÍSÍ.
AÐEINS ER TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGUM Á ERLEND MÓT Á VEGUM BOGFIMINEFNDAR ÍSÍ Í GEGNUM FORMIÐ HÉR FYRIR NEÐAN.

Kvótasæti sem Ísland á ýmsum mótum eru t.d:
Heimsmeistaramót 3 sæti í hverjum flokki
Evrópumeistaramót 3 sæti í hverjum flokki
World cup outdoor 4 sæti í hverjum flokki
European Grand Prix 6 sæti í hverjum flokki
Veronicas Cup ótakmörkuð sæti í öllum flokkum
Norðurlandameistaramót Ungmenna(NUM) ótakmörkuð sæti í öllum flokkum

Hæsti keppandi í undankeppni af Íslandsmóti árið áður hefur forgang á sæti á mót í þeim flokki ef takmarkaður kvóti er á því erlendamóti. Til að notfæra sér þann forgang þarf keppandinn að skrá áhuga sinn á að fara á mótið 5 mánuðum fyrir mótið. Eftir það rennur sætið til næst hæsta einstakling sem skráði og svo framvegis þar til öll sæti fyllast. (5 mánuðir fyrir upphaf qualification dags á mótinu kl.00:00)

Þegar styttist í mótið sendir bogfiminefndin email á þá sem skráðu sig hér með upplýsingum um mótið og hvenær þarf að greiða kostnað mótsins til bogfiminefndar. Þeir sem skrá ekki áhuga sinn á mót fá ekki sendar þær upplýsingar.

Ef ekki er búið að greiða kostnað/gjöld til bogfiminefndar fyrir tímann sem gefin upp í e-mailinu rennur sætið til næsta keppanda í röðinni og/eða keppandinn getur misst réttinn til að keppa á mótinu. Bogfiminefndin endurgreiðir ekki þau gjöld sem hún er búin að skuldbinda sig í að greiða vegna skráningar og greiðslu.

Allir í bogfimifélögum á Íslandi mega óska eftir að keppa á erlendum mótum á vegum bogfiminefndarinnar. En best er að hafa að lágmarki, til að safna reynslu, keppt á einu Íslandsmóti, kunna hvernig á að skrifa skor, og aðrar grunn reglur íþróttarinnar (t.d merkja göt, liðakeppni, útsláttarkeppni, ef bilun kemur upp á osfrv) og að kunna á rafrænt skor.

Keppandinn verður skráður í þann aldursflokk sem passar hans aldri á mótinu nema annað sé beðið um í skráninguni.

Þeir sem skrá sig á kvótamót eftir preliminary entry deadline þurfa að borga 10.000.kr sekt ef þeir ætla sér að fara á mótið. Bogfiminefndin tekur ekki við skráningum á erlend mót sem er 1 viku fyrir Final Deadline á móti.

Með því að skrá þig ertu einnig að gefa samþyki fyrir því að það megi ljósmynda og taka video af þér á mótinu og birta það efni.

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu e-mail á president@bogfimi.is.